Úrval - 01.12.1980, Qupperneq 86
84
„Þriðjudagur.”
„Þrjá daga! Við höfum verið týndir
í eina og hálfa viku! ’ ’
,,Það tók þetta langan tíma að
koma skilaboðunum áleiðis. Það er
ekki einu sinni símskeytalína frá
Puertecitos. ”
Spurningarnar helltust yfir okkur
þegar mönnunum varð smám saman
ljóst að við vorum ekki á síðasta snún-
ingi. Þeir breiddu úr sjókorti. Eyjan
sem við höfðum farið framhjá var
Angel de la Guarda, sem var meira en
80 míium sunnar en Puertecitos. Lazy
hafði sennilega flutt okkur 200 mílur,
þar sem okkur hafði rekið til hafs og
til baka. Sundið sem við höfðum
komið inn í milli eyjunnar og megin-
landsins var Ballenassund, einn ofsa-
legasti staðurinn í Kaliforníuflóa.
ÚRVAL
Flugvélin hafði komið auga á okkur í
lok leitarinnarþann daginn.
Eg hallaði mér afturí sætinu. Guði
sé lof! hugsaði ég. Þökk sé mann-
gæsku. Þökk sé þvt., hverju sem það
var, sem orsakaði að þessi vél birtist á
himnum.
Bill og ég fengum okkur seinna
nokkra bjóra á Gandara hótelinu í
Hermosillo, á meginlandi Mexíkó.
Síðan talaði ég við jóhönnu í síman-
um, fór í sturtu og skreið í rúmið.
Langvinnt hljóðfallið af öldunum
velti mér fram og aftur. Andardrátt-
urinn olli mér kvölum í rifbeinun-
um. Ég neyddi líkamann niður:
Sökkti mér niður í rúmið. Slappaði
af. Rann í burtu. Leio í burtu. Snerisi
í hringi.
★
Alan Alda sem þekktur er úr M* A*S*H var útnefndur maður ársins
í Hasty Pudding Club í Harvard. Hann vakti athygli á sér sem
baráttumaður fyrir jafnrétti með því að hvetja til þess að klúbburinn
leyfði konum að koma fram fyrir klúbbfélaga, en klúbburinn er
alfarið karlaklúbbur. Hann vitnaði í sögu klúbbsins máli sínu til
stuðnings og vakti athygli á því að árið 1795 hefðu klúbbfélagar
fengið.heimild til að reykja undir borðum og fimm árum seinna til að
neyta áfengis með mat. „Þetta er eðlileg þróun,” sagði Alda.
„Fyrst fer maður að reykja, síðan drekka og svo byrjar maður að
leggja lag sitt við konur. ’ ’
,,Ég var verulega óheppinn, þegar ég var að kaupa bensín á bílinn
minn í morgun. Gaurinn sem lét bensínið á hann athugaði ekki
olíuna á vélinni, hreinsaði ekki framrúðuna, lét tankinn yfirfyllast og
bensínið buna á planið og týndi svo bensínlokinu í þokkabót. Það
alversta var þó, að þetta var ein af þessum stöðvum þar sem maður
afgreiðir sig sjálfur. ’ ’
Robert Orben