Úrval - 01.12.1980, Síða 87
VÍSINDIN KANNA EFNAFRÆÐI ÁSTARINNAR
85
Ástin er blind, segir máltœkið. / eftirfarandi grein veltir
höfundur fyrir sér ým-sum hliðum þessa ástands, sem við
köllum ást.
VÍSINDIN
KANNA EFNAFRÆÐI
ÁSTARINNAR
— Stanley Englebardt —
5R *
ífe * Þ * *
* *
EGAR ég hitti eiginkonu
mína í fyrsta sinn á
baðströnd fyrir meira en
30 árum, varð ég fyrir
einkennilegri reynslu.
Allt tók á sig nýjan svip. Skvndilega
fékk fagurgul “ fíflabreiða nýja
merkingu í mínum augum, og Gienn
Miller tónlistin, sem við dönsuðum
eftir í þá daga, varð óskiljanlega
falleg í mínum eyrum. Ég fylltist
takmarkalausri orku, og tíminn fór á
slíkt flug, að hver dagurinn gleypti
annan.
,,Þetta eru þeir gömlu, góðu
gjörningar,” útskýrði einn vina
minna, sem þóttist heimsvanur. ,,Þú
ert ástfanginn.”
Tilhugalíf okkar, sem stóð yfir í eitt
ár, var þó ekki eilífur dans á rósum.
Eftir nokkra mánuði sleit hún
kunningsskap okkar, og ég sökkti mér
niður í þunglyndi. Nú var öll orka á
bak og burt, gleðin horfin, og ég
hafði enga löngun til annars en að
ráfa um húsið, niðurbrotinn á sál og
líkama. En sífelldar símhringingar
mínar báru loks árangur, og þegar við