Úrval - 01.12.1980, Side 89

Úrval - 01.12.1980, Side 89
VÍSINDIN KANNA EFNAFRÆÐI ÁSTARINNAR 87 Connecticut, hefur einnig skrifað mikið um þessi efni. Hún gerir skarpan greinarmun á því, sem hún kallar einfalda ást eða tilfallandi kynlíf og því, sem hún kallar raun- verulega ást. Slík ást krefst alls eða einskis. „Raunveruleg ást á hæsta stigi yfirskyggir öll önnur sambönd,” segirTennov. Hvernig má þá vera, að svo mörg sambönd, sem byrja sem raunveruleg ást á hæsta stigi, dofna og leysast upp eða enda með skilnaði, ef um hjóna- hand er að ræða? Ein skýringin er sú, að við verðum ekki ástfangin af manneskjunni sjálfri ,,per se”, heldur af þeirri fegruðu, hugrænu ímynd, sem ekki er ætíð samstiga þeirri mynd, sem aðrir sjá af viðkomandi. Astin er blind, segir máltækið. „Vonbrigðin eru þvílík, þegar augu hins blindaða óhjákvæmilega ljúkast upp,” segir Money, ,,að þannig samband er dæmt til að mistakast, og oftlega endar það með deilum, sem jafnvel snúast upp I haturog ofbeldi.” Eftir að hafa rannsakað og borið saman ótal ástarsambönd, hefur Money komist að þeirri niðurstöðu, að þar sem aðilarnir bæta hvor annan upp, er möguleikinn mestur til þess að sambandið verði gott og varanlegt. „Það skiptir ekki máli, hvort aðilarnir eru likir eða andstæðir í skapi og gjörðum eða til dæmis hvað áhugamál snertir,” segir Monev. „Það sem máli skiptir er, að þau svari þeim hugmyndum, sem hvort um sig hefur gert sér um mótaðilann. ’' Money og Tennov eru sammála um, að rómantísk ást haldist venjulega I hámarki í tvö til þrjú ár. ,,Það kann að vera háttur náttúr- unnar til þess að tryggja þungun og viðhald mannkynsins,” giskar Money á. En þau eru einnig sammála um, að þótt ástríðublossinn sé dæmdur til að dofna með árunum, geti friðsælla samneyti hæglega viðhaldið sambandinu og treyst það til frambúðar. ,,Það sem raunverulega skiptir máli í áranna rás,” skrifar Money. ,,er hæfileikinn til þess að aðlaga væntingar og ímyndir eftir aðstæðum. Tvær manneskjur, sem uppfylla væntingar hvor annarrar eftir því sem aldurinn færist yfir, halda áfram að elskast. Að öðrum kosti þróast þærhvorfráannarri.” Þetta kann hins vegar að vera fræðilegt atriði í ljósi líffræðilegra rannsókna, sem eiga sér stað um þessar mundir. Vísindamenn við New York State Psychiatric Institute í Columbia Presbyterian lækna- miðstöðinni hafa nú um nokkurt skeið unnið að rannsóknum á amphetamínskyldu efni, svokölluðu phenylethylamíni, í þvagi fólks, sem verður oft — og yfirleitt með skelfi- legum afleiðingum — ástfangið. „Kenning okkar er sú, að „ást- fanginn heili” ausi út frá sér phenylethyiamíni í ríkari mæli en undir venjulegum kringumstæðum,”
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.