Úrval - 01.12.1980, Blaðsíða 91
VÍSINDIN KANNA EFNAFRÆÐIÁSTARINNAR
89
fyrst hreif ykkur í fari hvors annars?”
spurði ég þau.
Það varð. andartaks þ()gn. Loks
leit faðir vinar míns á mig og svaraði:
..Ekkert. Það var hjónabandsmiðlari.
sem leiddi okkur saman. Hann
ákvað, að við værum sköpuð hvort
fyrir annað, og hann hafði á réttu að
standa.' ’
★
Kona við aðra konu: „Það eina sem ég vænti að sé á silfurfati eru
blettir.”
J.K.
Sem tölvufræðingur fyrir stórt fyrirtæki tók ég einu sinni saman orða-
lista yfir tölvufræðileg orð og hugtök til þess að dreifa meðal
viðskiptavina okkar. I M-unum skaut ég þessu inn í: „MARTINI —
blanda af gini og vermúð, sem ég heiti að gefa hverjum þeim, sem
hefur lesið svona langt. ’ ’
Þótt nærri 30 blöð hafi flutt ritdóma um orðalistann minn, bæði
eftir viðskiptamenn, ritstjóra og aðra, hef ég aldrei þurft að standa
við fyrirheit mitt um ókeypis martini fyrir duglegan lesara.
D.K.P.
Meðan ég var við nám fékk ég vinnu yfir sumartímann I bakaríi,
þar sem verkefnið var að raða svamptertubotnum fyrir framan konu
sem í áraraðir hafði unnið við að smyrja sultu á kökuklessurnar.
Þrjár vikur liðu, áður en blessuð sultukonan ryfí þögnina. Þá sagði
hún alltí einu: ,,Hvað ertu að læra, elskan?”
,,Ég er að læra stjórnmálafræði, heimspeki og hagfræði við
Oxfordháskóla,” svaraðiég.
,,Guð, en leiðinlegt og tibreytingarlaust!” sagði konan.
N. F.W.
Ritarinn okkar kom alltaf blásmóð á hverjum morgni, eftir að hafa
hlaupiðjsvert yfir risastórt bílastæði fyrirtækisins í því skyni að mæta
á réttum tíma við skrifborðið. Þar kom að við bárum fram þá
augljósu uppástungu, að hún færi eilítið fyrr á fætur til þess að hún
þyrfti ekki að hlaupa svona eins og fætur toguðu. Þá kom skýringin:
„Flestir fara eldsnemma á fætur svo þeir geti hlaupið áður en þeir
fara í vinnuna. Ég fer svo seint á fætur að ég verð að hlaupa í
vinnuna.”
G. B.