Úrval - 01.12.1980, Page 94
92
ÚRVAL
Hœsta dýr heims, gíraffinn, er íraun fráleit vera sem gæti
hafa verið sköpuð af einhverjum súrrealista. ,,Einstœð
sköpunarvera”segirLady Huxley (ekkjaJulian Huxley),
,,fjöldi horna, framlengdur með þríhyrningi og hulinn
geðveikislegri hellulagningu. ” Og Karen Blixen skrifar
um gtraffa sem ,,sjaldgæf, langstofna, doppótt risa-
blóm ’ Því þessi viðkvæma risavera er einnig undra-
yndislegt dýr: blítt, forvitið, ótrúlega gáskafullt, skiptir
ört skapi og grætur raunverulegum tárum.
Fyrir mörgum árum tóku Betty og Jock Leslie Melville
að sér gíraffakálf til að ala upp á heimili sínu næm
Nairobi. Hann hreif þau algjörlega. Hér fer á eftir
frásögn þeirra af hinni stórkostlegu og stundum
hættulegu reynslu er þau ólu Daisy upp.
***** IRAFFARNIR 40 höfðu
*
*
*
*
G
'jj verið á beit í nóvember-
^ morgunsólinni. Þegar
* Jock Rutherfurd nálg-
aðist á hesti sínum, hörf-
uðu þeir undan og brátt tókuþeir á rás
á sínu stórbrotna valhoppi. Hjörðin
þaut yfir sléttur Kenya á ekki minna
en 50 km hraða á klukkustund — en
hin mikla stærð gíraffanna gerði það
að verkum að hraðinn virtist minni. í
samanburði við þá leit hesturinn út
fyrir að vera engu stærri en maur.
Vinur okkar Rutherfurd er fyrrum
veiðieftirlitsmaður, og hann var fús
til þess að hætta lífl sínu með því að
fara á hesti sínum inn á meðal þessar-
ar hjarðar villtra risadýra til þess að
snara eitt þeirra. Markmiðið var að ná
einum gíraffakálfí frá hjörðinni, sem
þegar var í hættu vegna þróunar
jarðyrkjumála, og flytja hann heim í
öryggi akurlendis okkar nærri
Nairobi.
Önnur dýr, jafnvel rándýr eins og
ljón, bera takmarkalausa virðingu
fyrir gíraffanum vegna hins banvæna
sparks sem hann beitir einungis í
varnarskyni, þv: gíraffar eru alls ekki
árásargjarnir eða grimmir. Þess vegna