Úrval - 01.12.1980, Page 100
98
ÚRVAL
Nærmynd af Daisy. Þetta var ást við fyrstu sýn, segir Betty Melville.
eitthvað í þessa veru, „ilmpoki með
blöndu af rósum og mildu kryddi.”
Einn góðan veðurdag hef ég ef til vill
framleiðslu á ilmvatni sem ég mun
hefna , .Gíraffa-andardráttur’ ’.
í þessi fjögur skipti á dag, sem við
þurftum að fæða Daisy, vorum við vön
að standa við rimla hennar og rétta
henni mjólkurskálina til að lepja úr
Þá gerðist það einn morguninn, að
Jock klifraði yfir rimlana, en gætti
þess allan tímann að rétta mjólkur-
skálina í áttina til Daisy. Hún virtist
ekki taka eftir honum, og að lokum
stóð hann við hliðina á henni. Hann
endurtók leik þennan og næsta
morgun fór ég inn til hennar og
settist á heybing í einu horninu. Hún
kom til mín og þefaði af gallabuxun-
um mínum, höndum mlnum,
rannsakaði skyrtu mína sérstaklega en
sýndi hári mínu þó einna mestan
áhuga. Áður en vika var liðin gátum
við gengið út og inn hjá Daisy án þess
áJ hafa nokkuð að óttast.
Frá þeim í Bronx-dýragarðinum 1
New York heyrði ég að gíraffar væru
sérstaklega hrifnir af eplum og
gulrótum. Því gáfum við Daisy strax
fyrsta morguninn í Langata smáflís
af' gulrót, mjög þunnt skorna til að
hún líktist meir laufblaði, með það