Úrval - 01.12.1980, Side 104
102
ÚRVAL
Myndi Daisy muna eftir okkur? Hvort
hún gerði! Hún hentist á móti okkur,
næstum feti hærri en hún var þegar
við sáum hana síðast, kysstijock fyrst
og mig síðan, votum, hlýjum kossi.
Síðan hljóp hún í stóran hring.
Hegðun hennar var enn ekki orðin
fullkomlega eðlileg. Við eyddum
næstu viku að eins miklu leyti og
mögulegt var með henni, og með
degi hverjum varð Daisy rólegri og
líktist æ meir þvr sem hún hafði verið
áður en við fórum. Við ákváðum að
sleppa henni þegar 4 mánuðir væru
liðnir frá því að hún kom til okkar.
Þann dag opnuðum við kvína og
sungum „Borinfrjáls”.
Daisy stóð sem negld. Að lokum
urðum við að tæla hana út með gul-
rótum. Þegar hún að lokum gerði sér
grein fyrir því að hún stóð á áður
órannsökuðu svæði — frjáls — stóð
hún algjörlega kyrr, eins og brúða,
með hálsinn sveigðan í undrun og
æsingu. Síðan, afar feimnislega,
byrjaði hún að hreyfa sig um, rann-
sakaði allt, þefaði af og smakkaði á
hverju tré, hverjum runna og hverju
blómi. En hún fór aidrei langt frá
okkur, elti okkur yfír garðflötina og
jafnvel upp þrep hússins á matar-
tíma. Um leið og dyrnar voru
opnaðar rak hún hausinn inn, og
hefði elt okkur beint inn ef við
hefðum ekki ýtt henni út. Hún
horfði á okkur í gegnum gluggann
og leit út fyrir að vera skelfing
einmana og æst. Þannig að þennan
dag skiptumst við á um að borða og
héldum Daisy félagsskap á víxl
meðan hún rannsakaði allt í grennd
við húsið — fuglatjörnina, sólúrið og
blómapottana.
Um fimmleytið virtist Daisy
útkeyrð, og það vorum við svo
sannarlega líka. Því gekk Jock inn í
kvína og hún fylgdi fast á hæla
honum, greinilega fegin að vera
komin aftur inn.
Næstu dagar gengu næstum
nákvæmlega eins fyrir sig — tré okkar
og runnar rýrnuðu með degi
hverjum. En hún virtist ekki hafa
nokkurn áhuga á að rannsaka
nærliggjandi skóginn á eigin spýtur.
Jock var vanur að teyma hana inn í
skóginn og segja, „Borðaðu þetta
Daisy.” (Hann hafði fylgst með
hvaða tegundir Tom, Dick og Harry
átu.) Hún var vön að sjúga laufin hin
ánægðasta svo framarlega sem hann
varí grenndinni.
Jock varð leiður á að standa þarna,
svo hann var vanur að reyna að læðast
í burtu og vonaði að hún myndi
verða eftir og éta nægju sína. En um
leið og hún uppgötvaði að hann var
farinn varð hún skelfingu lostin og
kom þjótandi á fúllum hraða út úr
skóginum í örvæntingarfullri leit að
honum. Ef hún fann hann ekki var
hún á vappi í kringum húsið, gægðist
inn um gluggana og fór síðan og stóð
á þeim stað sem hún stóð venjulega á
á túninu og beið.
Allt þetta var auðvitað ósköp
töfrandi, en einnig þungbært, því