Úrval - 01.12.1980, Blaðsíða 126
124
Á þessum 55 leyfisdögum hafði ég
fengið meira en nóg af kulda, hungri
og einsemd. Ég þráði fðlk, menning-
una. Þrátt fyrir það yfirgaf ég Aral-
ÚRVAL
vatn með orðtaki litháískra ferða-
manna:
,,Við munum halda áfram að
ferðast!”
í starfi mínu sem umsjónarmaður kennslu barna á forskólaaldri lagði
ég mikið upp úr því að komast í snertingu við það sem kennarar og
börn voru að aðhafast.
Dag nokkurn var ég stödd á leikskóla. I frjálsri stund eftir að ég
hafði verið rúma klukkustund við eftirlitsstörf komu tvær litlar
stúlkur til mín og buðu mér að koma í kúluspil. Er við höfðum spilað
í fimm mínútur eða svo kom þriðja litla stúlkan og bað um að fá að
vera með. Ég útskýrði fyrir henni að við værum komnar það langt að
hún gæti ekki verið með. Ég stakk upp á því við hana að hún fyndi
sér félaga til að spila við þegar við værum búnar.
Hún tók uppástungu minni treglega en stóð hjá og fylgdist tor-
tryggin með eða svo fannst mér. Eftir dálitla stund klappaði hún létt
á öxlina á mér og sagði: , ,Er ekki gert ráð fyrir að þú sért að vinna? ’ ’
-R. R.
Pabbi er lakari en lélegur golfleik-
ari, svo það kom engum á óvart
þegar verkstjóri hjálparmannanna
iét hann hafa óreyndan burðar-
strák með sér. Fyrsta dræfið hjá
pabba lenti langt út af brautinni,
bak við gríðarmikla eik, þaðan
sem ómögulegt var að slá inn á
teiginn.
,,Hvaða kylfu heldurðu ég ætti
nú að nota?” spurði pabbi svein-
inn unga, sem hélt á kylfupokan-
um hans.
,,Ég veit það ekki, herra,” svaraði pilturinn.
, ,Ég kann ekki heldur golf.
J. R. C., Betsheda