Úrval - 15.12.1980, Page 102
100
ÚRVAL
I löndum þessum voru sjúkdómar
eins og hjarta- og blóðrásarsjúkdómar
og lungnakrabbi næsta fátíðir hér
áður fyrr, en það verður því miður
ekki sagt lengur. Tökum Brasilíu
sem dæmi. Brasilíubúar eru stór-
reykingaþjóð (á ári hverju reykja 25
milljónir reykingamanna þar 135
billjónir sígarettna). Árið 1974 varð
lungnakrabbi tíðasta dauðaorsök
karlmanna. Tíðni dauðsfalla Brasilíu-
búa af völdum hjarta- og blóðrásar-
sjúkdóma sem rekja má til reykinga
hefur aukist um 5% síðan 1970.
Síðan 1970 hefur tala reykingamanna
1 gjörvallri rómönsku Ameríku vaxið
um 24% og hjartasjúkdómum og
öðrum sjúkdómum tengdum
reykingum hefur stöðugt fjölgað.
Dr. Emile Wennen fyrrum
prófessor í heilbrigðisfræðum við Dar
es Salaam háskólann í Tanzaníu segir:
„Þriðji heimurinn er að breytast í
eina geysilega stóra rannsóknastofu,
þar sem enn einu sinni er sýnt fram
að það að reykingar eru banvænar.”
Berfættir VIPs (very important
persons)
Sjö stærstu fjölþjóða tóbaks-
framleiðslufyrirtækin hafa með áróðri
náð til flestra heimshorna. British-
American Tobacco Co., Ltd. (BAT)
stærsti sígarettuframleiðandi heims
selur nú 300 tegundir sígarettna í
180 löndum; Philip Morris
International (PMI) selur yfir 175
tegundir í um það bil 160 löndum;
Reynolds Tobacco Co. selur 65
tegundir í 140 löndum og framleiðir
þar að auki slgarettur í tuttugu
þessara landa.
I sumum þróunarlöndunum eru
sígarettur útbreiddari en nokkur
önnur verslunarvara. Jafnvel Land-
Rover kemst ekki til allra 33.000
búðarholanna sem BAT hefur látið
reisaí Kenya. Til margra þessara búða
kemst maður aðeins á reiðhjóli, asna
eða kameldýri. Þessari geysilegu út-
breiðslu er svo fylgt eftir með
stöðugum auglýsingum — þeir
auglýsa á spjöldum, í útvarpi, í
sjónvarpi, með ferðakvikmynda-
sýningum (aðgangur á þær er
ókeypis, en áhorfendur greiða fyrir
sýninguna með því að horfa á
sígarettuauglýsingar). I Malasíu er
helmingur allra auglýsinga í fjöl-
miðlum sígarettuauglýsingar.
Könnun sem gerð var af hinu virta
verslunartímariti World Tobacco
1974 leiddi í ljós að 95% þróuðu
landanna höfðu lög til þess að halda
sígarettumarkaðinum í skefjum (þar á
meðal lög um skyldu framleiðend-
anna að merkja sígarettupakkana
með áðurnefndum viðvörunum), en
einungis 24% þróunarlandanna
höfðu einhvers konar reglugerðir þar
að lútandi. Boðskapur auglýsinganna
í löndum þessum er með öllu hömlu-
laus: „Þetta sérstaka bragð af
velgengni”; ,,Þú sem reykir ert
snjall”; „Reykurinn færir höfði þlnu
einstaka skýrleikatilfmningu ’ ’.
Tegund eins og til dæmis
„Graduate” sýnir í auglýsingum