Úrval - 01.04.1983, Síða 112

Úrval - 01.04.1983, Síða 112
110 ástæða er til að efast um fullan þroska heyrnarlausra. Pólskir og þýskir vísindamenn gerðu ekki fyrir löngu tilraunir þar sem þeir báru saman teikningar heyrnarlausra barna og barna með fulla heyrn á sama aldri. Teikningar hinna heyrnarlausu voru miklu innihaidssnauðari. Þær voru efnislitlar en betur útfærðar. Vlsinda- mennirnir komust að þeirri niður- stöðu að hér væri um að ræða eina tjáningarleið heyrnarlausra þar sem hægt væri að einfalda stílinn. Þýðir þetta að sköpunarmöguleikar heyrnarlausra barna séu takmarkaðir? Þeir eru það. Frá því að bamið fæðist á heyrnarlaust barn minni mögu- leika. Slík börn eru seinni til — þau setjast hægar og standa hægar upp. Er hægt að mótmæla því og er yfirleitt hægt að mótmæla? Sumir vísindamenn eru sannfærðir um að það sé hægt. Aðrir segja að óþarfi sé að halda fram undan- tekningunum. Ég hef séð teikningar barna í tilraunahópum í sérkennslustofnun- inni en hópar þessir eru frá barna- heimili í Moskvu. Þessar teikningar eru ekki síðri en teikningar eðlilegra barna og skara oft fram úr þeim hvað snertir fegurð og ímyndunarafl. Ég hef lengi umgengist heyrnarlaus börn, fylgst með þeim og séð tugi fallegra lífsglaðra barna á aldrinum 5—7 ára sem sköruðu fram úr mörgum jafnöldrum sínum hvað þroska snerti. Þeir settu upp leikrit, léku í þeim, léku sér á skíðum, ÚRVAL dönsuðu og fóru með afmæliskvæði til félaga sinna. Þetta barnaheimili í Moskvu varð hið fyrsta til að hefja tilraunastarf- semi árið 1966 í samvinnu við sér- kennslustofnunina en sérfræðingar hennar trúðu staðfastlega á möguleika þessara barna. Markmið tilraunanna var að móta náms- og uppeldiskerfi fyrir heyrnar- laus börn — kerfi sem krefðist ekki takmarkalausrar fórnfýsi kennaranna eða foreldranna. „Kerfið á sjálft að vinna,” sögðu þeir. Samkvæmt prógramminu átti heyrnarlaust barn á barnaheimili að fá á þrem til fjórum árum kennslu sem gerði því kleift að hefja nám í venjulegum skóla. Það er óþarfi að segja frá öllum þeim efasemdum sem gripu þá sem að tilrauninni stóðu er hún hófst. í dag er tilraunin á því stigi að fræðileg og praktísk ákvæði hennar hafa þegar verið sett upp í kerfi og hóparnir, sem vinna samkvæmt þeim, eru um allt land. Heyrnarlaus börn, sem hófu nám samkvæmt þessum áætlunum, eru þegar komin í venjulega skóla. Kennsluaðferðirnar eru einfaldar. Vlsindamennirnir komust að því að hegðun heyrnarlausra barna er frá- brugðin hegðun barna með fulla heyrn vegna þess að uppeldið er annað og þau eiga erfitt með að tjá sig, vantar tjáningartæki. Þess vegna er reynt að þroska hjá þeim heyrnar- færin og er tekið tillit til þroskaaldurs
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.