Úrval - 01.04.1983, Blaðsíða 112
110
ástæða er til að efast um fullan þroska
heyrnarlausra. Pólskir og þýskir
vísindamenn gerðu ekki fyrir löngu
tilraunir þar sem þeir báru saman
teikningar heyrnarlausra barna og
barna með fulla heyrn á sama aldri.
Teikningar hinna heyrnarlausu voru
miklu innihaidssnauðari. Þær voru
efnislitlar en betur útfærðar. Vlsinda-
mennirnir komust að þeirri niður-
stöðu að hér væri um að ræða eina
tjáningarleið heyrnarlausra þar sem
hægt væri að einfalda stílinn. Þýðir
þetta að sköpunarmöguleikar
heyrnarlausra barna séu takmarkaðir?
Þeir eru það. Frá því að bamið fæðist
á heyrnarlaust barn minni mögu-
leika. Slík börn eru seinni til — þau
setjast hægar og standa hægar upp. Er
hægt að mótmæla því og er yfirleitt
hægt að mótmæla?
Sumir vísindamenn eru sannfærðir
um að það sé hægt. Aðrir segja að
óþarfi sé að halda fram undan-
tekningunum.
Ég hef séð teikningar barna í
tilraunahópum í sérkennslustofnun-
inni en hópar þessir eru frá barna-
heimili í Moskvu. Þessar teikningar
eru ekki síðri en teikningar eðlilegra
barna og skara oft fram úr þeim hvað
snertir fegurð og ímyndunarafl. Ég
hef lengi umgengist heyrnarlaus
börn, fylgst með þeim og séð tugi
fallegra lífsglaðra barna á aldrinum
5—7 ára sem sköruðu fram úr
mörgum jafnöldrum sínum hvað
þroska snerti. Þeir settu upp leikrit,
léku í þeim, léku sér á skíðum,
ÚRVAL
dönsuðu og fóru með afmæliskvæði
til félaga sinna.
Þetta barnaheimili í Moskvu varð
hið fyrsta til að hefja tilraunastarf-
semi árið 1966 í samvinnu við sér-
kennslustofnunina en sérfræðingar
hennar trúðu staðfastlega á
möguleika þessara barna.
Markmið tilraunanna var að móta
náms- og uppeldiskerfi fyrir heyrnar-
laus börn — kerfi sem krefðist ekki
takmarkalausrar fórnfýsi kennaranna
eða foreldranna. „Kerfið á sjálft að
vinna,” sögðu þeir.
Samkvæmt prógramminu átti
heyrnarlaust barn á barnaheimili að
fá á þrem til fjórum árum kennslu
sem gerði því kleift að hefja nám í
venjulegum skóla. Það er óþarfi að
segja frá öllum þeim efasemdum sem
gripu þá sem að tilrauninni stóðu er
hún hófst. í dag er tilraunin á því
stigi að fræðileg og praktísk ákvæði
hennar hafa þegar verið sett upp í
kerfi og hóparnir, sem vinna
samkvæmt þeim, eru um allt land.
Heyrnarlaus börn, sem hófu nám
samkvæmt þessum áætlunum, eru
þegar komin í venjulega skóla.
Kennsluaðferðirnar eru einfaldar.
Vlsindamennirnir komust að því að
hegðun heyrnarlausra barna er frá-
brugðin hegðun barna með fulla
heyrn vegna þess að uppeldið er
annað og þau eiga erfitt með að tjá
sig, vantar tjáningartæki. Þess vegna
er reynt að þroska hjá þeim heyrnar-
færin og er tekið tillit til þroskaaldurs