Þroskaþjálfinn - 1998, Síða 14

Þroskaþjálfinn - 1998, Síða 14
N ý lög um Kennaraháskóla ís- lands tóku gildi 23. desember 1997. Með tilkomu þeirra var formlega gengið frá sameiningu Þroska- þjálfaskóla Islands, Fóstur- skóla Islands, Iþróttakennara- skóla íslands og Kennarahá- skóla Islands og nýr háskóli, Kennaraháskóli Islands stofn- aður. Um hlutverk hins nýja háskóla segir í 1. grein hinna nýju laga: „Kennaraháskóla Islands er miðstöð kennara- og upp- eldismenntunar á Islandi. Kennaraháskóli íslands er vís- indaleg fræðslu- og rannsóknarstofn- un er veitir nemendum sínum mennt- un til þess að gegna störfum á sviði kennslu, þjálfunar, uppeldis og um- önnunar og til þess að sinna sjálfstætt fræðilegum rannsóknum á því sviði.“ Þó að formlega sé búið að ganga frá stofnun hins nýja háskóla er margt ó- gert og mikil vinna framundan hjá starfsmönnum hinnar nýju háskóla- stofnunar við að móra og skipuleggja. Það eru einnig eflaust margar spurn- ingar sem vakna hjá þroskaþjálfum og þeir vilja fá svör við. Hvaða fram- haldsnám verður í boði fyrir þroska- þjálfa? Hvernig verður sí- og endur- menntun háttað? Verður tekið nægj- anlegt tillit til sérþarfa okkar? Hvernig verður ,,gamla“ prófið mitt metið? Er mikilvægt að afla sér þess- arar B.ed. gráðu? Hvað þarf ég að bæta miklu við mig? Hvað varðar framhalds- og endur- menntun þá er mikil vinna í gangi innan hins nýja háskóla við að endur- skipuleggja og byggja upp starfsemi á þessu sviði. Hvort fullt tillit verði tekið til sérþarfa þroskaþjálfa á eftir að koma í ljós. Það er hins vegar afar mikilvægt að við fylgjumst vel með gangi mála og látum í okkur heyra á meðan þetta mótunarstarf fer fram því það hlýtur alltaf að vera okkar hlut- verk að standa vörð um menntun okkar. Það gerir enginn annar fyrir okkur. Allir þroskaþjálfar eiga rétt á að fara í framhaldsnám í hin- um nýja háskóla og gildir þá einu hvenær viðkomandi út- skifaðist. Það er síðan undir hverjum og einum komið hvort B.ed. gráða sé mikil- væg. Fyrir þroskaþjálfa sem hyggja á framhaldsnám er- lendis getur það verið nauð- synlegt. Flutningur þroskaþjálfanámsins upp á hálskólastig er tvímælalaust mikil- vægur áfangi fyrir þroskaþjálfa. Með því opnast fjöldi leiða til að efla fag- legar framfarir bæði á sviði hagnýtrar þroskaþjálfunar sem og á sviði rann- sókna. Auk þess hlýtur þessi breyting að styrkja baráttu stéttarinnar fyrir bættum kjörum. Salóme Þórisdóttir forst'óÓuþroskaþjdlfi V 1 Salóme Þórisdóttir, forstöÓuþroskaþjálfi 14

x

Þroskaþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.