Þroskaþjálfinn - 1998, Page 21
Flutningfur
laflokks
ma
fatlaðra f
ra riRi
ki til
sveitarfélacfa
Úrdráttur úr erindi sem flutt var á starfsdögum })roska})jálfa
íker 1997
i novemi
s
I lok ársins 1996 voru staðfest lög á
Alþingi þess efnis að stefnt skuli að
því að málefni fatlaðra verði flutt til
sveitarfélaga hinn 1. janúar 1999 að
uppfylltum tilteknum skil-
yrðum. Tilskilið var að sam-
þykktar verði breytingar á
lögum um tekjustofn sveitar-
félaga, breytingar á lögum um
félagsþjónustu sveitarfélaga
þar sem málefni fatlaðra eiga
að falla undir þá löggjöf og
sérstök lög um Greiningar- og
ráðgjafarstöð ríkisins. Til und-
irbúnings þessum verkefna-
flutningi var ákveðið að fé-
lagsmálaráðherra skipaði verk-
efnisstjórn. Verkefnisstjórn hefur yfir-
umsjón með verkefninu, hún fjallar
um hugsanleg ágreiningsmál sem upp
kunna að koma og leysir úr þeim.
Hún samræmir störf nefnda og hefur
með höndum lokagerð samninga milli
ríkis og sveitarfélaga. Undirnefndir
verkefnisstjórnar eru laganefnd og
kostnaðarnefnd, en undir henni er
hópur sem fjallar um starfsmannamál,
auk þess hefur verið skipaður svo kall-
aður úttektarhópur.
Laganefnd er ætlað að semja ný lög
um félagsþjónustu sveitarfélaga sem
taka til þeirrar þjónustu sem veitt er
samkvæmt gildandi lögum um mál-
efni fatlaðra. Samhliða því þarf nefnd-
in að semja ný lög um Greiningar- og
ráðgjafarstöð ríkisins og huga að því
hvernig réttindagæslu fatlaðra verði
best háttað. Gert er ráð fyrir að starfs-
hópur eða hópar starfi á vegum nefnd-
arinnar að einstaka verkefnum.
Kostnaðarnefnd er ætlað að meta fjár-
hagsleg áhrif yfirtöku sveitarfélaga á
þjónustu við fatlaða og gera tillögur
um hvernig sveitarfélögum verði bætt
þau útgjöld. Sérstakri undirnefnd
kostnaðarnefndar þ.e. nefnd um
starfsmannamál er ætlað að
fjalla um réttindi starfsmanna
sem vinna að málefnum fatl-
aðra við yfirtöku sveitarfélaga
á þjónustunni.
Uttektarhópur hefur það
hlutverk að safna upplýsing-
um um fjölda fatlaðra í land-
inu sem skráðir eru hjá svæð-
isskrifstofum, þjónustu þeirra
og þarfir fyrir þjónustu.
Einnig að yfirfara biðlista
svæðisskrifstofa og upplýsa
um þjónustuþörf þeirra einstaklinga
sem eru á þeim. Hópurinn hefur sent
svæðisskrifstofum erindi vegna út-
tektar á framangreindum þáttum þar
sem vinna á ítarlegar upplýsingar út
frá ákveðnum flokkum til að gefa sem
skýrasta mynd af stöðunni á hverju
svæði fyrir sig.
Auk þess eru landshlutanefndir í
21