Þroskaþjálfinn - 1998, Side 22
hverju kjördæmi fyrir sig. Lands-
hlutanefndir hafa það hlutverk að
undirbúa eða aðstoða einstök sveitar-
félög við yfirtöku þeirra á þjónustu
við fatlaða.
í umræðum að undanförnu hefur
nokkuð borið á ótta manna við
skamman undirbúningstíma vegna
flutningsins þar sem vinnuferlið sé
flókið og taki langan tíma. Benda
margir á reynsluna af flutningi á
rekstri grunnskólans til sveitarfélag-
anna þar sem nokkuð virðist skorta á
að framlög ríkisins dugi, en ljóst er að
margt má læra af framkvæmdinni við
þann flutning.
I allri þessari umræðu um yfirfærslu
málaflokksins hefur oft verið vitnað
til reynslu Norðmanna. Þar í landi var
lögð upp áætlun til 10 ára um að
leggja niður allar altækar stofnanir í
landinu, en áður var búið að fella aðra
þjónustu við fatlaða inn í félagsmála-
löggjöfina.
Þessi áætlun um að loka þessum stóru
stofnunum var lögð upp sameiginlega
af ríkisstjórn og NFPU, sem eru hags-
munasamtök fatlaðra. Norska ríkið
lagði mikla fjármuni í áætlunina
þannig að allir gætu flutt frá stofnun-
um á þessu 10 ára tímabili.
Mikil áhersla var lögð á uppbyggingu
búsetuúrræða sem tókst mjög vel, en
töluvert skortir enn á að úrræði í dag-
þjónustu séu nægjanleg til að mæta
þörfum þessa hóps. Sama gildir um
félagslega þjónustu eins og liðveislu.
Ef við horfum aftur
til stöðunnar í dag er
vert að skoða hvern-
ig þjónustunni er
háttað hjá okkur.
Eins og vitað er þá
eru reynslusveitarfé-
lögin orðin fjögur en
fyrst þeirra var Ak-
ureyrarbær (1996),
en Húsavíkurbær,
Hornafjarðarbær og
Vestmannaeyjarbær
bættust í hópinn í byrjun árs 1997.
Samningur við þessi sveitarfélög gild-
ir til ársins 2000. Sveitarfélögin skila
skýrslu um starfsemi hvers liðins árs
auk ársreiknings sveitarfélagsins með-
an á tilraunaverkefninu stendur en í
lok þess mun óháður aðili gera úttekt
á tilrauninni.
Skipulag og þjónusta Félagsmála-
stofnana er með töluvert öðrum hætti
en skipulag við þjónustu málefna fatl-
aðra. Því er ljóst að flutningurinn
mun kalla á nýja nálgun í þjónustu
Félagsmálastofnana. Erfitt er að átta
sig á hvernig þjónustan kemur til með
að líta út þar sem lagasetningin er
ekki til staðar enn þá. Þar sem þetta er
nýr málaflokkur hjá sveitarfélögunum
er mikilvægt að fagfólk með þekk-
ingu á þessu sviði
verði með í upp-
byggingunni frá
byrjun.
Þroskaþjálfar eiga að
gera sig gildandi
innan félagslegrar
þjónustu framtíðar-
innar á öllum stigum
hennar þ.e. við þjálf-
un, uppeldi og um-
önnun fatlaðra sem
og í skipulagningu og stjórnun þjón-
ustunnar. Þroskaþjálfun og þau
vinnutæki sem þroskaþjálfar hafa til-
einkað sér í námi sínu og starfi, sér-
þekking þeirra á stöðu fatlaðra þá sér-
staklega þroskaheftra og heildarsýn á
þörfum þeirra er mikilvægur hlekkur
í þverfaglegu starfi framtíðarinnar.
Hrönn Kristjánsdóttir
forstöðuþroskaþjálfi
Þrosl?a|jjálíar e'i g’a
að g’era si^
g’ildantli i
mnan
íélagfslegfrar
þjónustu
framtíáarinnar
á öllum stig’u m
kennar...
Eftirtaldir aðilar styrktu útgáfu blaðsins:
Gallery Kjöt Grensásvegur 48, 108 Reykjavík Bæjarskrifstofurnar Stillholt 16, 300 Akranes
Gámaþjónusta Akraness hf Háholti 32, 300 Akranes Ecoline ehf Sunnumörk 4, 810 Hveragerði
Geiri Péturs ehf Uppsalavegi 22, 640 Húsavík Efnalaug og Þvottahús Sauðárkróki Aðalgötu 14, 550 Sauðárkrókur
Eignamiðlunin ehf SÍÐUMÚLA 21, 108 ReYKJAVÍK Húsavíkurkaupstaður Ketilsbraut 9, 640 Húsavík
Ektafiskur ÁSHOLT 3, 621 DALVÍK Dalvíkurbær Ráðhús, 620 Dalvík
E T ehf Klettagarðar ii, 104 Reykjavík Dalvíkur Apótek Goðabraut 4, 620 Dalvík
Efnalaugin Glæsir Bæjarhrauni 4, 220 Hafnarfjörður Gistiheimilið Syðra Langholti Syðra-Langholti 3, 845 Flúðir
22
Þroskaþjálfafélag
í s I a n d s