Þroskaþjálfinn - 1998, Page 24
18. Maí 1965
Þær sem útskrifuðust sem gæslusystur
á árunum 1960-65 sáu það fljótt að
mikilvægt væri að stofna félag sem
gætti hagsmuna þeirra. 18. maí 1965
var stofnfundur félags þroskaþjálfa í
stofunni heima hjá Kristjönu. Fund-
urinn var svona eins og meðal sauma-
klúbbur en stofnfélagar voru líklega
um tuttugu. Mjög áberandi var
hversu mikil samstaða var í hópnum
en það kom líklega til vegna þess að
þær höfðu allar lært á “hælinu”. Fólk
lagði á sig mikla vinnu við að byggja
upp félagið, að öðrum ólöstuðum
lagði Helga Birna Gunnarsdóttir á sig
mikla forvinnu í fyrstu reglugerð um
störf þroskaþjálfa.
Stéttarfélag nú
Á síðasta ári var stofnað stéttarfélag
þroskaþjálfa og fannst Kristjönu það
orðið vel tímabært. Hún var mjög á-
nægð með samstöðu sem hún upplifði
meðal félaga sinna, það þurfti mikinn
kjark til að stíga þetta skref. Hennar
álit er að þroskaþjálfar þurfi sífellt að
vera að endurmeta störf sín. Stéttin
þarf að vera sveigjanleg þar sem hún
starfar með mörgum ólíkum faghópum.
Viðurkenning
I desember síðastliðnum hlaut Krist-
jana viðurkenningu fyrir störf sín á
Endurhæfingar- og hæfingardeild
Landsspítalans í Kópavogi. Þar hefur
hún starfað mestan hluta starfsævi
sinnar, tekið þátt í uppbyggingu stað-
arins og tekur nú þátt í að leggja hann
niður.
Viðurkenningin vakti með henni
blendnar tilfinningar, þar sem hún
hefur séð marga vinna góð störf í
gegnum tíðina án viðurkenningar.
Hins vegar fannst henni það ánægju-
legt fyrir stéttina að þroskaþjálfi fengi
þessa viðurkenningu. Þannig fannst
henni viðurkenningin meira vera til
stéttarinnar sem heildar frekar en
hennar sem einstaklings.
Félagið og líf Kristjönu
Svo samtvinnað virðist einkalíf Krist-
jönu starfsemi Félags þroskaþjálfa að
merkisatburðina stofnun félagsins og
fyrstu barnsfæðingu hennar bar uppá
árið 1965. Sama ár og félagsmenn
Þroskaþjálfafélagsins stofnuðu stéttar-
félag sitt, sem var árið 1997, þá eign-
aðist Kristjana fyrsta barnabarn sitt.
Allt eru þetta því börnin hennar hvað
á sína vísu.
Fortíðin / Framtíðin
Að mati Kristjönu þá byggist fram-
tíðin á fortíðinni. Sagan er ekki fögur
en við verðum að hafa hana okkur til
varnaðar. Hún telur að þroskaþjálfa-
stéttin hafi átt mikinn þátt í þeim
breytingum sem orðið hafa á högum
og kjörum fatlaðra.
Framtíð stéttarinnar er óráðin en engu
að síður metur Kristjana það svo að
mikilvægt sé, að áfram sé til stétt sem
standi vörð um hagsmuni fatlaðra. Ef
ekki hefði verið heil stétt sem barðist
á sínum tíma fyrir málefnum fatlaðra
þá hefði útkoman ekki verið sú sem
hún er í dag. En þroskaþjálfar mega
ekki gleyma sjálfum sér, þeir verða að
berjast fyrir bættum kjörum sínum
því öðruvísi öðlast þeir ekki virðingu
sem fagstétt.
Eðlilegt er að upp komi efasemdir um
það, hvort rétt sé að farið við ákvarð-
anatökur varðandi stefnumótun og
rétt að endurskoða aðferðir og breyta
leiðum. Framtíð stéttarinnar byggist
á sveigjanleika þar sem við nýtum
okkur fortíðina og reynslu hennar.
Þegar Kristjana lítur til baka yfir
starfsferil sinn þá sér hún ekki eftir
þvx að hafa valið sér þetta starf á sín-
um tíma.
Henni hefur aldrei leiðst í vinnunni
og alltaf hlakkað til að koma til starfa
eftir frí.
Sem lokaorð vill Kristjana segja þetta:
“Fagmennska er af hinu góða en mest
er um vert að kynnast einstaklingnum
og vinna traust hans. Þá fyrst er hægt
að vinna gott starf.”
Sigrún Broddadóttir þroskaþjálfi.
U nnur Fr. Halldórsdóttir þroskaþjálfi.
Eftirtaldir aðilar styrktu útgáfu blaðsins:
Gistiheimiu Ólafsvíkur Ólafsbraut 19, 355 Ólafsvík Ljósvakinn Síðumúli 15, 108 Reykjavík
Gerðahreppur Melbraut 3, 250 Garður Bílatorg hf Funahöfði I, 112 Reykjavík
Gistihús Dúnu fif SUÐURHLÍÐ 35D,I05 REyKJAVÍK H Hauksson hf SUÐURLANDSBRAUT 48, I08 REYKJAVÍK
Gesthús Selfossi Austurvegur 46, 800 Selfoss Haraldur Böðvarsson hf Bárugata 8-10, 300 Akranes
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar SÍÐUMÚLI 39,2.HÆÐ, Io8 REYKJAVÍK ÍSBÚÐIN ÁLFHEIMUM 4 Álfheimar 2, 104 Reykjavík
Lundarreykjadalshreppur Brennu, 311 Borgarnes Flúðasveppir Undirheimaii, 845 Flúðir
Þroskaþjálfafólag
íslands