Þroskaþjálfinn - 1998, Page 28
aðra. Hæfileikar fatlaðra eru mjög
vannýttir og þeir fá miklu minni
möguleika til að vinna en þeir raun-
verulega geta og vilja.
Fjármagn er svo lítið að nær vonlaust
er að skipuleggja þjónustuna, hún er
yfirleitt veitt þeim sem býr við mestu
neyð. Við erum alltaf að leysa bráða-
vanda fólks.
Allt of margir eru að veita þjónustu,
um leið verður erfiðara að fá yfirsýn og
ábyrgðin dreifist á hendur margra
rekstraraðila sem geta um leið auð-
veldlega firrt sig allri ábyrgð.
Gagnkvæm tortryggni þeirra sem
veita þjónustu og hagsmunasamtaka
fatlaðra er orðin mikil. Jafnframt er
orðin togstreita milli þess fjármagns
sem við fáum til að reka stofnanirnar
og þeirrar þjónustu sem við starfs-
menn teljum okkur skylt að veita, við
erum því oft að reyna að gera hluti
sem fjárveitingavaldið hefur með fjár-
veitingum sínum ákveðið að verði
ekki gerðir. Dæmi eru um heimili
sem geta ekki verið opin allt árið, far-
ið eftir fjárveitingum og staðið við
kjarasamninga þó ekkert komi upp á.
En við erum oft svo meðvirk að í stað
þess að vekja á þessu athygli reynum
við að bjarga málunum.
I stuttu máli sýnist mér þjónusta við
fatlaða í Reykjavík einkennast af
skorti á fjármagni, skipulagsleysi,
dreifðri ábyrgð og of litlum fjölbreyti-
leika í þjónustuúrræðum. Með þessu
er ég þó alls ekki að segja að þær
stofnanir sem eru til veiti ekki góða
þjónustu því fólki sem þar býr eða
nýtur dagvistunar. Eg er fyrst og
fremst að tala um heildarskipulag á
þjónustu við fatlaða í Reykjavík.
Framkvæmd fiutnings mála-
flokks fatlaðra frá ríki til
sveitarfélaga.
Það hefur verið ákveðið með lögum að
þjónusta við fatlaða verði flutt frá ríki
til sveitarfélaga 1. janúar 1999- Fé-
lagsmálaráðherra hefur þegar skipað
nefndir til að vinna að þessu.
Þroskaþjálfafélag Islands hefur reynt
að komast að þeirri vinnu sem
framundan er með heldur litlum ár-
angri, við fengum ekki aðild að nein-
um nefndum. Það er áreiðanlega eins-
28
dæmi þegar ábyrgð á svo stórum
málaflokki sem málefni fatlaðra eru er
flutt frá ríki til sveitarfélaga að alger-
lega skuli gengið fram hjá þeirri einu
stétt sem hefur sérmenntað sig til að
starfa í þeim málaflokki. En það
skýrir kannski að einhverju leyti á-
stand í þessum málaflokki og segir
um leið mikið um faglegan metnað
ráðamanna.
Hverju þarf að breyta?
1. Skipulagi
Það verður að einfalda skipulagið og
flytja alla þá þjónustu sem Svæðis-
skrifstofan veitir og
sem félagasamtök
veita á eina hendi.
Síðan má skoða hvort
einhverjir aðilar taki
að sér einhverja
þætti en yfirstjórn
og ábyrgð verður að
vera á einni hendi.
Og fjármagn verður
að koma í gegn um
þá hendi. Það þarf
að endurskoða hug-
myndir um fram-
kvæmd þjónustu, á
hún að vera eins
stofnanabundin og
hún er nú eða á að ráða þroskaþjálfa
sem „farandþroskaþjálfa" sem fari út á
heimilin eða vinnustaðina eða annað
til að veita þroskaþjálfun þar sem
hennar er þörf.
2. Þjónustuúrræðum
Þau eru of fábreytt, þau eru líka oft
ekki nægilega einstaklingsmiðuð og á
það við alla þætti þjónustunnar.
Búseta: Falleg slagorð um aukið
einkarými og einstaklingsbundna
þjónustu er ekki nóg. Búseta þarf að
vera skipulögð þannig að hún uppfylli
óskir og þarfir hvers og eins. Sambýli
eru kostur sem mun trúlega henta
mörgum áfram, þau verða auðvirað að
uppfylla kröfur okkar um innra starf
og kröfur um að húsnæðið henti fólki.
En hverjar eru þær kröfur???
Fólk á að fá aðstoð til að búa í „sjálf-
stæðri búsetu" og fá þar þá þjónustu
sem þarf til. En við verðum líka sem
fagmenn að taka á okkur þá ábyrgð að
neita fólki um það ef ekki er hægt að
veita því þá þjónustu sem þörf er á.
Skipbrot fatlaðra sem ekki hafa fengið
nægilega þjónustu eru orðin allt of
mörg.
Atvinnumál: Nauðsynlegt er að
auka áherslu á markvissa starfsþjálfun,
atvinnuleit og liðveislu úti á vinnu-
markaðinum. Það samræmist ekki
hugmyndafræði okkar að þroskaheftir
vinni aðallega ólaunaða vinnu inni á
dagvistarstofnunum eða séu í ein-
hverju föndurdútli.
Dagvist: Við erum alltaf að tala um
að fatlaðir eigi að fá þjónustu í al-
mennum úrræðum
og það er gott en
hvað erum við þá að
gera með Lyngás, af
hverju er fötluðum
börnum hrúgað sam-
an á eina stóra dag-
stofnun? Af hverju
eru þessir krakkar
ekki í almennum
skóla og í heilsdags-
skóla þar? A ekki að
leggja niður stórar
stofnanir? Eg er
reyndar ekkert viss
um að það eigi að
leggja niður Lyngás
en við hljótum að verða að spyrja þess-
ara spurninga. Hvar á blöndun að
byrja ef ekki hjá börnunum?
Ráðgjöf: Ráðgjöf við fatlaða, að-
standendur og starfsfólk er illa skipu-
lögð. Greiningar- og ráðgjafarstofn-
unin veitir ákveðnum hópi fólks ráð-
gjöf, Svæðisskrifstofa og aðrir rekstr-
araðilar veita einhverja ráðgjöf en
mjög litla og illa skipulagða. Mjög
fáir þroskaþjálfar eru srarfandi við ráð-
gjöf samt sem áður eru rekin t.d. sam-
býli sem veita enga þroskaþjálfun og
hafa raunar enga fagmenn í starfi
a.m.k. það sem ég kalla fagmenn í
þessu starfi. Allar þessar rekstrarein-
ingar þurfa að geta gengið að ein-
hverri faglega sterkri ráðgjafarstöð
sem hefur á að skipa fjölbreyttri flóru
fagmanna sem hefur ríma til að sinna
fötluðum, aðstandendum þeirra og
starfsmönnum þeirra.
Stoðþjónusta: Það þarf líka að reka
Allt of marg'ir eru
að veita jjjónustu,
um leið verður
erfiðara að fá yfir-
sýn og áliyrg'ðin
dreifist á kenclur
margra rekstrar-
aðila sem g’eta
um leið auðveld-
leg'a firrt sig’
allri ákyrgð.
Þroskaþjálfafélag