Þroskaþjálfinn - 1998, Qupperneq 32
„gömlu deildina mína“ og gat nýtt
megnið úr henni fyrir nýju deildina.
Aðaláherslurnar í heildaráætluninni
eru; að vera sjálfstæður og virtur, á-
hugamál og óskir, einkalíf, viðhorf,
boðskipti og aðstandendur.
Áætlun þessi mun að sjálfsögðu breyt-
ast eftir þörfum íbúa deildarinnar
hverju sinni.
Varðandi húsnæði deildarinnar, þá er
það helst að segja að því var breytt
heilmikið sumarið 1996. Það var t.d.
fengin ný eldhúsinnrérting, herbergi
voru stækkuð og eitt stórt baðher-
bergi gert að tveimur minni.
18. nóvember 1996 fluttu sem sagt 7
íbúar inn á nýju öldrunardeildina. Á
deildinni er gert ráð fyrir átta íbúum.
Málið var hins vegar það að flutningi
eins af fyrri íbúum deildarinnar út á
sambýli seinkaði vegna óviðráðan-
legra ástæðna, þegar sá einstaklingur
flutti kom síðan aldraður íbúi inn og
er því deildin fullskipuð.
Flutningarnir gengu fljótt og vel fyrir
sig. Aðlögun fyrir flutningana hafði
verið mismikil - eftir einstaklingum.
Nokkrir höfðu fengið að fylgjast með
framkvæmdunum og verið sýndar
væntanlegar vistarverur. Aðlögun eft-
ir flutningana gekk furðu vel. Hafa
ber í huga að fbúarnir jafnt og starfs-
menn þurftu að kynnast innbyrðis fyr-
ir utan að kynnast nýju umhverfi og
venjum. Einn fbúi var þó hátt í mán-
uð að jafna sig. Ástæðuna tel ég eink-
um vera þá að þessi einstaklingur hef-
ur að öllum líkindum aldrei búið í
jafn áreitislausu umhverfi og nú.
Einn starfsmaður hætti skömmu eftir
áramót og bar því helst við að hann
fyndi fyrir einangrun - í starfi - sér í
lagi á kvöldin og um helgar.
Á deildinni eru níu stöðugildi sem
skiptast á tólf starfsmenn, þar af er
deildarstjóri, sem er þroskaþjálfi í
80%, næturvakt í 70% og ræsting í
50%. Fyrir utan deildarstjórann og
einn sjúkraliða, þá er deildin mönnuð
ófaglærðu starfsfólki. Vaktirnar
skiptast þannig að
það eru þrír á dag-
vakt nema um helgar
og á helgidögum, þá
eru tveir. Einn á
14:00-22:00 og einn
á 15:30-23:30.
...hafái ég' mjög'
fastar shoáanir á
]tví hvernigf ég
vilcli ehhi hafa
starfsemi deilclar-
við ADL. Einn er í hjólastól og þrír
nota hjólastól utan dyra. Um helgar
er oft farið í bíltúra og kaffihús. Sl.
sumar voru Húsdýragarðurinn og
Tjörnin í Reykjavík vinsælir við-
komustaðir, einnig var dvalið f Daða-
húsi á Flúðum í eina viku og síðast en
ekki síst, þá er oft
farið í gönguferðir
um nágrennið.
Vegna þess að Land-
spítalinn í Kópavogi
er hluti af Ríkisspít-
ölum, þá fáum við alltaf aðsendan
heitan mat í hádegi og að sama skapi
þá er allt lín fyrir utan persónulegan
fatnað þvegið á Þvottahúsi Ríkisspít-
ala.
Um miðjan október
sl. áttuðum við
starfsfólkið okkur á
því að nær því ár
væri liðið frá opnun
deildarinnar - í til-
efni þess langaði
okkur til að gera smá dagamun. Að-
standendum íbúanna var því boðið í
„kleinukaffi" 18. nóvember. Það
komu 11 gestir sem fengu sér með
okkur kaffi, kleinur og heimabakaðar
vöfflur - og nutu allir samverunnar.
Deildarfundir eru haldnir 1-2 í mán-
uði eftir þörfum og er þá tímanum
skipt í fræðslu og „praktísk" mál.
Starfsmenn hafa aðgang að fræðslu-
möppu sem kemur til með að breytast
- efnislega - eins og heildaráætlunin.
í fræðslumöppunni er m.a. efni um;
öldrun, gildi hreyfingar, mataræði,
Down’s heilkenni, Alzheimer, blindu,
heyrnaleysi og kulnun í starfi. Þessi
mappa var upphaflega samstarfsverk-
efni í framhaldsnámi ÞSÍ.
Vegna aldurs íbúanna - 66 ára til 86
ára - þá er engin skipulögð þjálfun í
gangi heldur er lögð áhersla á hreyf-
ingu eins og sjúkraþjálfun og sund.
Oldrunarafþreyingu sækja síðan 3
einstaklingar innan staðarins.
Sjö af átta íbúanna þurfa alla aðstoð
Nú er öldrunardeild Landspítalans í
Kópavogi sem sagt á öðru ári starf-
semi sinnar. Eðli deildarinnar sam-
kvæmt, þá mun hún taka örari breyt-
ingum en almennt gerist og ekki síst
vegna þess þá gerum við okkar ítrasta
til þess að allir íbúarnir geti notið líð-
andi stundar á eigin forsenclum.
I lokin þá vil ég segja að fyrsta ár öldr-
unardeildarinnar gekk mun betur en
ég hafði gert ráð fyrir og að öll starfs-
mannafræðsla skilar sér margfalt í við-
horfum og betri umönnun íbúanna.
Kœrar kveðjur,
Vera Snxhólm
yfirþroskaþjálfi
Landspítalanum í Kópavogi
Eftirtaldir aðilar styrktu útgáfu blaðsins:
Öryrkjabandalag Íslands Hátún io, 105 Reykjavík Verslunin Varmilækur Varmalæk I, 560 Varmá
Þórshafnarhreppur Langanesvegur 16 -A, 680 Þórshöfn Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Kringlan 7, 103 Reykjavík
Þroskahjálp á Suðurnesjum SUÐURVELLIR 7-9, 23O KEFLAVÍK Vestmannaeyjabær Kirkjuvegur 50, 900 Vestmannaeyjaii
32
Prosknþjálfafélag
í s I a n d s