Þroskaþjálfinn - 1998, Side 34
Þro ska J) j álfi
í ra
íðg’jöf
S
a
svæáisskrifstofu
a
landsby cf g’ ái
mni
C
tarf þroskaþjálfa sem vinnur við
ráðgjöf, skipulagningu og uppbygg-
ingu þjónustu fyrir fatlaða í dreifðri
byggð er býsna frábrugðið þeim
þroskaþjálfastörfum sem flest-
ir þekkja.
í þessari grein ætla ég að
reyna að varpa svolitlu ljósi á
starf ráðgjafa í málefnum
barna hjá Svæðisskrifstofu
Austurlands. Þess ber að geta
að á flestum Svæðisskrifstof-
um eru sambærileg störf,
ýmist í málefnum barna eða
fullorðinna en eru þó mjög
ólík. Starfsvettvangurinn en
lítt afmarkaður og ræðst af stærð og
landfræðilegri stöðu svæðisins, fólks-
fjölda, annarri þjónustu, fjölda og
fjölbreytileika fagfólks á svæðinu og
ekki síst þeim einstaklingum sem
þarfnast þjónustu, fötlun þeirra og
sérkennum. Þetta gerir starfið einnig
breytilegt frá einum tfma til annars á
sama svæði.
Svæðið er stórt...
Svæðið sem heyrir undir Svæðisskrif-
stofu Austurlands nær frá Bakkafirði í
norðri til Breiðdals í suðri. Sveitarfé-
lögin eru í dag 22 en verða 14 að
loknum sveitarstjórnarkosningum í
vor. Flest eru þessi sveitarfélög mjög
fámenn og þar er lítið um fagmenn á
sviði fatlana.
Félagsþjónustan er í flestum sveitarfé-
lögunum skammt á veg komin. Þessi
staða gerir starf ráðgjafa í málefnum
fatlaðra mikilvægari en ella, því oft er
ekki öðrum til að dreifa sem hafa fag-
þekkingu til að koma á fót þjónustu
fyrir fatlað barn, veita ráðgjöf og
fylgja henni eftir.
...og byggðin dreifð
Börn með fötlun búa vítt og breitt
um svæðið og eitt af því sem gerir
starf ráðgjafa hér mjög sérstakt er að
síminn verður lykilatriði í allri ráð-
gjöf. Auðvitað er síminn ekki ákjós-
anlegasti samskiptamátinn, nauðsyn-
legt er að hitta fólkið líka en þá þarf
að setjast undir stýri og fara á staðinn
og er í flestum tilfellum yfir a.m.k.
einn fjallveg að fara. Fötlun
barnanna er mjög ólík þannig
að oft er lítið hægt að nýta af
reynslu sem fengin er í einu
máli í þvx næsta. Þegar barn
greinist með fötlun þarf því
að afla upplýsinga um fötlun
og meðferð og setja af stað við-
eigandi þjónustu, fylgja málinu
eftir og aðstoða við að leita
nýrra leiða þegar við á.
Ýmsar lausnir finnast
á heimavelli
Samkvæmt lögum skal hver einstak-
lingur njóta allrar almennrar þjónustu
ríkis og sveitarfélaga, aðeins þegar sú
þjónusta nægir ekki skal veita þjón-
ustu samkvæmt lögum um málefni
fatlaðra. Það er einmitt þarna sem
meginhluti vinnunnar liggur. Finna
þarf leiðir innan almenna kerfisins,
laga þær að þörfum hins fatlaða og
fjölskyldu hans, semja við ýmsa aðila
innan almenna kerfisins um þjónustu
og samstarf. Þarna þarf að gæta vel að
34