Þroskaþjálfinn - 1998, Side 35
sveigjanleika, þannig að úrræðið sem
skipulagt er þjóni þörfum hins fatlaða
en ekki öfugt og vinna þarf með við-
horf þeirra sem þjónustuna veita og
annarra sem þar koma að. Viðhorfin
skipta gífurlega miklu máli. Hafi
viðkomandi trú á að unnt sé að leysa
verkefnið er hann
líklegri en ella til að
vinna að því af heil-
um hug og leita
lausna, finna leiðir
til að yfirstíga þær
hindranir sem á vegi
verða.
Skoða þarf kosti og galla
Foreldrar þurfa mikinn stuðning þeg-
ar unnið er eftir óhefðbundnum leið-
um. Þeir fá oft þau skilaboð að þeir
séu að svifta barnið nauðsynlegri
þjónustu með því að halda við þá á-
kvörðun að búa úti á landi. Þeir verða
iðulega fyrir þrýstingi með að flytja
suður „þar sem öll þjónustan er.“
Þetta setur foreldra oft í vanda. Ann-
ars vegar er samviskubitið yfir að vera
hugsanlega ekki að gera það besta fyr-
ir barnið sitt, og hins vegar hin börn-
in, atvinnan, eignir, fjölskyldan, vinir
og allt hitt sem hefur gert það að
verkum að þessi búseta hefur verið
valin. Þarna kemur til kasta ráð-
gjafans að aðstoða foreldrana við að
skoða þá valmöguleika sem fyrir
hendi eru og meta kosti þeirra og
galla. Síðan þarf ráðgjafinn að styðja
fólk og styrkja í þeirri ákvörðun sem
það tekur.
Það gerist oft að litið er fyrst á gallana
við að veita þjónustu í litlum sveitar-
félögum og horft á það sem ekki fæst.
Sértæk þjónusta er lítil sem þýðir að
mest er byggt á þjónustu innan al-
menna kerfisins. Lítil sveitarfélög hafa
á mörgum sviðum ótvíræða kosti þeg-
ar veita á einstaklingum þjónustu.
Sveigjanleikinn verður meiri, það er
auðveldara að vinna út frá sérstökum
þörfum þess einstaklings sem á að fá
þjónustuna. Samfélagslegur stuðning-
ur er einnig meiri á stað þar sem allir
þekkja alla.
Utsjónarsemi og opinnar hugsunar er
þörf því margar þær leiðir sem við för-
um til að laga almenna kerfið að þörf-
um hins fatlaða eru óhefðbundnar og
hafa aldrei verið farnar áður. Hug-
myndirnar mæta því oft mótstöðu og
vekja ótta hjá bæði aðstandendum og
þjónustuaðilum, oft hafa þau ekki trú
á að dæmið gangi upp. Fólk er vant
umræðu á þann veg að sérstofnanir
fyrir fatlaða séu það
eina rétta og að aðrar
lausnir séu til bráða-
birgða og annars
flokks. Einnig verð
ég mjög vör við þá
skoðun að þjónusta
við fólk með fötlun sé svo flókin og
frábrugðin þjónustu við annað fólk að
þeim verði einungis sinnt af sérfræð-
ingum á Reykjavíkursvæðinu. Það
kostar því oft mikla vinnu að fá fólk
til að skoða og meta þær lausnir sem
til eru, eða hægt að búa til heima fyr-
ir. Reynslan hefur sýnt að þessar
lausnir eru oft ekki síðri fyrir einstak-
linginn þar sem nálægðin og sveigjan-
leikinn vega þungt í
þjónustunni.
Hvar stöndum
við?
Þegar ég hóf störf á
ráðgjafardeild Svæð-
isskrifstofu Austtir-
lands sumarið 1994
vissi ég ekki mikið
um starfið, jú ég átti að vera forstöðu-
maður leikfangasafns og sjá um um-
önnunarbætur, ráðgjöf til foreldra og
þjónustuaðila, uppbyggingu og
skipulagningu þjónustu við fötluð
börn á svæðinu frá Bakkafirði til
Breiðdalsvíkur í samráði við foreldra
og sveitarfélög.
Eg hef komist að raun um hversu ó-
sýnilegt starf ráðgjafa er og að það er
erfitt að segja hvað í því felst. Skýring-
in á því að ráðgjöf og aðstoð við skipu-
lagningu þjónustu er ekki talin sterkari
í umræðunni er ef til vill sú að þessi
störf eru lítt sýnileg og illmælanleg,
miðað við það að geta talið íbúa/þjón-
ustuþega og starfsmenn og skoðað um-
fang bókhalds og metið út frá því.
Nú í nýafstaðinni kjarabaráttu hafa
komið fram vangaveltur um störf
þroskaþjálfans og menntun, erum við
nauðsynleg eða ekki. Ef ég skoða stöð-
una í dag á Austurlandi þá er stað-
reyndin sú að skilningur á sérstökum
þörfum fatlaðra innan almennrar
þjónustu er oft af skornum skammti.
Það er í mínum huga ljóst að þörf er á
öflugri ráðgjafarþjónustu bæði til fatl-
aðra og fjölskyldna þeirra og einnig til
hinna sem eiga að skipuleggja, byggja
upp og veita þjónustu, ekki síst þegar
málaflokkur fatlaðra verður fluttur frá
ríki tii sveitarfélaga.
Þar sem menntun þroskaþjálfans ligg-
ur á því sviði að skipuleggja heild-
stæða áætlun fyrir einstaklinginn og
horfa á þarfir hans og væntingar, á-
samt þvx að hafa grunnþekkingu á
ýmsum sviðum uppeldis og þjónustu
tel ég að hann sé vel til þess fallinn að
sinna svona ráðgjöf.
Það er stefnan að allir þyggi þjónustu
á sömu stöðum, fatlaðir sem ófatlaðir,
og hinar ýmsu starfsstéttir sem sinna
þjónustu við fólk verða þá að víkka út
sína þekkingu og taka á málefnum
fatlaðra að fullu. I
framtíðinni sjáum
við fyrir okkur að
ekki verði þörf fyrir
þroskaþjálfa í mál-
um barna og ung-
linga, á skólaaldri,
það eru hópar sem fá
mjög afmarkaða
þjónustu, og hægt að
víkka iit nám leik-, grunn- og fram-
haldsskólakennara til að sinna þeim.
Þá stendtir eftir allur sá hópur sem
kemur til með að þurfa sérstaka aðstoð
og stuðning á heimilum sínum, á
vinnustöðum og í tómstundum. Eng-
in fagstétt önnur en þroskaþjálfar hef-
ur menntun í að styðja þroskaheft fólk
til sjálfstæðis í daglegu lífi á þessum
sviðum.
Ég held að það muni alltaf þurfa að
horfa á mál hvers einstaklings, þjón-
usta við fólk með fötlun verður aldrei
skipulögð í eitt skipti fyrir öll. Það er
trú mín að allavega langt fram á
næstu öld verði að vera til stétt fólks
sem hefur sérþekkingu á málefnum
fatlaðra og uppbyggingu þjónustu við
þá í hinu almenna kerfi og í daglegu
lífi.
Þórhildur Kristjánsdóttir
forstöðuþroskaþjálfi
Börn meá fötlun
Lúa vítt og’ Lreitt
um svæðið
Fólk er vant
umræáu á |iann
veg aá sérstofn-
anir fyrir fatlaáa
séu |jaá eina rétta
35
Þroskaþjálfafélag
í s I a n d s