Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 3
EFNISYFIRLIT
Formannaspjall..................... 4
Salóme A. Þórisdóttir
Afmæliskveöja félagsmálaráðherra.. 6
Árni Magnússon
Sigríður I. Daníelsdóttir:
Búsetuþjónusta viö aldrað
fatlað fólk.............................. 7
Anna Björk Sverrisdóttir:
Möppumat í leikskólum.................... 9
Viðtalið ............................... 11
er við Helgu Birnu Gunnarsdóttur
Starfsdagar
Laufey Eiísabet Gissurardóttir:
Starfsdagur 28. janúar 2005 ........ 14
Hvar starfa nýútskrifaðir
þroskaþjálfar?...................... 15
Ólafur Proppé:
Nýskipan náms á nýrri öld........... 16
Siðareglur þroskaþjálfa............. 17
Ingibjörg Gyða Guörúnardóttir:
Starfsánægja þroskaþjálfa........... 18
Rósa Sigurlaug Eiríksdóttir og
Sigríður Eir Guðmundsdóttir:
Menning fullorðins fólks meö
þroskahömlun.......................... 20
Gestapenninn
Guðný María Hreiðarsdóttir:
Fréttir frá Svíþjóð................... 23
Sigríður Gísladóttir:
Rjóður ............................... 25
Hrönn Kristjánsdóttir:
Heilsuefling og forvarnir í þjónustu við
fólk með þroskahömlun .............. 27
Ólöf Haflína Ingólfsdóttir:
Draumaland þroskaþjálfans ............ 30
Herdís Hersteinsdóttir:
Bókin................................. 35
Þroskaþjálfafélag íslands gefur út fagritib
Þroskaþjálfinn aö jafnabi einu sinni á ári. í
ritinu, sem er helgab máiefnum þroskaþjálfa-
stéttarinnar, er fjallab um þætti er lúta ab
störfum, starfsvettvangi og starfsháttum
stéttarinnar. Auk umfjöllunar um menntun
þroskaþjáifa, hugmyndafræbi og þróun þroska-
þjálfunar og rannsóknir í þroskaþjálfa- og
fötlunarfræbum (disability studies) hér á iandi
sem og erlendis.
FRA ÚTGÁFURAÐI
Kæru lesendur.
Eins og víða kemur fram í þessu 8. tölublaði Þroskaþjálfans fagnar Þroska-
þjálfafélag Islands 40 ára afmæli sínu í ár.
Blaðið ber að sjálfsögðu nokkurn keim af afmælinu en efni þess er sem fyrr
fjölbreytt, um störf og nám þroskaþjálfa.
Fastir liðir um starfsdago. og áhugaverða bók eru á sínum stað, landsbyggðin
hefur breitt sig út í heimsbyggðina sem og penninn. I viðtalinu er forvitnast um
árdaga félagsins og þeirrar fag- og stéttarbaráttu sem hefur leitt okkur til þess sem
við þroskaþjálfar erum í dag.
Þess er vert að geta að á þessu ári má einnig fagna 35 ára útgáfustarfssemi fé-
lagsins því fyrsta rit stéttarinnar kom út árið 1970, gefið út af Gæslusystrafélagi
Islands. Um árabil gaf félagið út veglegt Fréttabréf sem innihélt aðallega efni frá
aðalfundi ár hvert og hver man ekki eftir Fréttamolanum sem flutti félagsmönn-
um fréttir úr starfi félagsins allt til síðasta árs þegar heimasíðan
throska@throska.is gerðist arftaki hans að mestu leyti. Já, tölvutæknin hefur á
margan hátt komið í stað bleks, pappírs og frímerkja en sem betur fer þurfum við
enn að hugsa, lesa og skrifa.
Utgáfuráð vill enn sem áður hvetja þroskaþjálfa að senda efni til blaðsins og
minnir á tölvupóstfang sitt sem er utgafurad@visir.is
Að lesa og skrifa list er góð
læri það sem flestir.
Þeir eru haldnir heims hjd þjóð
höjfðingjarnir mestir.
Skrifaðu bæði skýrt og rétt
svo skötnum þyki d snilli.
Orðin eiga að standa þétt
en þó bil d milli.
(alþýðukveðskapur)
Fráfarandi meðlimir útgáfuráðs þakka félagsmönnum ánægjuleg samskipti og
árangursríkt samstarf og óska nýju útgáfuráði velfarnaðar í starfi.
I tilefni af 40 ára afmæli þroskaþjálfastéttarinnar, féklc útgáfuráð góðfúslegt
leyfi, Flrannar Kristjánsdóttur þroskaþjálfa, til að birta samantekt hennar frá ár-
inu 2000; „Þættir úr sögu þroskaþjálfastéttarinnar“. Þær örfáu breytingar sem
samantektin hefur tekið eru á ábyrgð útgáfuráðs. Utgáfuráð vill þakka Hrönn
leyfi til birtingarinnar auk þess vill útgáfuráð þakka Hrönn fyrir hjálplegar
tillögur varðandi blaðið, þegar til hennar var leitað. Heimildaskrá úr samantekt
Hrannar má finna í fagblaði þroskaþjálfa; Þroskaþjálfanum árg. 2000.
Útgefandi: Þroskaþjálfafélag íslands Hamraborg 1, sími 564 0225
Tölvupóstur: throska@throska.is
Heimasíöa: www.throska.is
í útgáfuráði eru: Guðný Þóra Friðriksdóttir, Hulda Harðardóttir, Huldís Frank, Líney Óladóttir og Signý Þórðardóttir.
Ábyrgðarmaður: Salóme A. Þórisdóttir Allar geinar í blaðinu eru birtar á ábyrgð höfunda.
Tölvupóstur útgáfuráðs: utgafurad@visir.is
Prentvinnsla: Svansprent ehf.
Pökkun: Hæfingarstöðin í Fannborg