Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 14

Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 14
Starfsdagur 28. ianúar 2005 I lögum Þroskaþjálfafélags Islands segir að hlutverk fagráðs sé að vinna að mennta- málum þroskaþjálfa, sjá um fræðslufundi og fylgjast með þróun og nýjungum í starfinu og kynna þær félagsmönnum. Þessu hefur fagráð m.a. sinnt með því að standa fyrir fræðslufundum og síðast en ekki síst með starfsdögum þroskaþjálfa. I nóvember 2004 var fyrirhugað að halda starfsdaga í Borgarnesi. Undirbún- ingur hófst vorið 2004 og í lok október var hann á lokastigi. Þátttaka var hins veg- ar ekki nægjanleg til að hægt væri að fara á stað með þessa daga. Þetta var í miðju kennaraverkfalli og það því farið að hafa áhrif á allt samfélagið. Fjölmennt var ó starfsdeginum. Ákvörðun var tekin um að fresta starfsdögum fram í janúar 2005 og flytja þá til Reykjavíkur. Starfsdagarnir áttu að vera tveir en urðu að einum og var dag- skránni hliðrað til miðað við breyttar for- sendur. Einnig mat fagráð það svo að starfsdagur í janúar væri góð byrjun á 40 ára afmælisári félagsins. Starfsdagurinn var haldinn 28. janúar síðastliðinn. Undirbúningur gekk vel og mættu um 120 þroskaþjálfar á Grand Hótel. Salóme Þórisdóttir þroskaþjálfi, for- maður Þroskaþjálfafélags Islands setti starfsdaginn. Hún sagði að það væri alltaf fagnaðarefni að sjá svona marga þroska- þjálfa saman komna. Það staðfesti enn og aftur samtakamátt stéttarinnar sem væri gott veganesti í kjarabaráttu. Hópur 1 að störfum. Starfsdagurinn var ætlaður til að skoða okkur sjálf, endurmeta hvar við stöndum og hvert við stefnum. Þannig var dag- skránni skipt niður á fyrirlestra og hópa- Laufey Elísabet Gissurardóttir vinnu auk þess sem hópur vann að álykt- unum. Flestir fyrirlesarar starfsdagsins eru með grein í blaðinu og því ekki farið nán- ar í efni þeirra hér. Hóparnir fengu spurn- ingar til að ræða og svara og skila af sér í lok dagsins. Miklar og góðar umræður sköpuðust í hópunum og mikill hugur í fólki. Fagráð mun vinna úr skilum hópanna og skila samantekt á heimasíðu félagsins á vordögum. Starfsdagarnir tókust vel í heild sinni og var mikil ánægja rneðal þroskaþjálfa. Um kvöldið hittust þroskaþjálfar á Sjang- hæ borðuðu saman og áttu notalega kvöldstund. I fagráði sitja Bára Denný Ivarsdóttir, Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, Laufey Gissurardóttir, Theodór Karlsson, Þór- anna Halldórsdóttir. Fyrir hönd fagráSs ÞI. Laufey Elísabet Gissurardóttir, útsltrifaðist frá ÞÍ 1984. Lauk framhaldsnámi frá KHÍ 2004 (Dipl.Ed.), Forstöðuþroskaþjálfi í Lækjarási dagþjónustu -4 1968 var fyrsta starfslýsing á störf- um gæslusystra borin upp innan félagsins og fór vinnan við gerð starfslýsingarinnar fram í tengsl- um við BSRB. Þetta sama ár sam- þykkti starfsmat ríkisins að þrjár starfandi gæslusystur hlytu starfs- heitið deildargæslusystur og tækju laun samkvæmt því, þetta var fyrsti áfanginn í kjaralegum úrbótum stéttarinnar. -4 1970 lögðust nemenda- og gæslu- systrabúningar af. Þetta sama ár kom fyrsta rit félagsins út. ■4 1971 var sett reglugerð um námið og með henni fékkst formleg við- urkenning fyrir stéttina sem upp- eldistétt. Nafni skólans var breytt í Þroskaþjálfaskóla íslands og breyt- ing varð á innihaldi og lengd námsins. Samkvæmt reglugerðinni var hlutverk skólans að mennta fólk til starfa til að gegna uppeldi, umönnun og þjálfun vangefinna. Námið var lengt í tvö og hálft ár og bóklegt nám var aukið veru- lega. Starfsheitið þroskaþjálfi var samþykkt og nafni félagsins var breytt í Félag þroskaþjálfa. Fram að þeim tíma höfðu alls 52 gæslu- systur útskrifast frá Gæslusystra- skóla íslands.

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.