Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 12

Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 12
merki en það var Sólveig Eggerz, sem vann teikningarnar. Gengið var frá framtíðarfundarstað Þinghól, (sem þá var til húsa í litlu húsi við Hafnarfjarð- arveg rétt austan við Kópavogshælið, en þar er nú hraðbraut í dag), sem var í forsjá Alþýðubandalagsins í Kópa- vogi. Strax á stofnfundi var tekin ákvörð- un um að gerast aðilar að SFR og félag- ið varð deild innan þess með áhrif á launakjör okkar og önnur réttindi launafólks. A öðrum fundi ályktuðum við um löggildingu skólans og fljót- lega reyndum við að komast í sam- band við gæslusystur á Norðurlöndum, svo eitthvað sé nefnt en að öðru leyti má segja að réttindabarátta stéttarinnar hafi fyrst og fremst einkennst af því hvað hún var samtvinnuð hagsmunum þroska- heftra. Það var mikill hugur í okkur og fundir vel sóttir. Yfirbragð funda ein- kenndist dálítið af samkomum kvenna á þessum tíma, kosið í kaffinefndir og borð svignuðu undan tertunum. ÞAÐ HEFUR EKKI VERIÐ SJÁLFSAGT AÐ KVENNASTÉTT STOFNAÐI IVIEÐ SÉR STÉTTARFÉLAG Á ÞESSUM TÍMA? Ég man ekki til þess að það hafi eitt- hvað vafist fyrir okkur eða það yfir höfuð hvarflað að okkur að það skipti máli. Ég fullyrði að þarna var á ferðinni sterkur og samhentur hópur kvenna og á ýmsan hátt óvenjulegur, við fórum ekki troðnar slóðir eins og starfsvalið bendir til. Flestar þess- ara kvenna hafa látið að sér kveða bæði í félaginu og verið leiðandi í starfi fram á þennan dag og tekið ríkan þátt í mann- réttindabaráttu þess fólks sem skilgreint er þroskaheft á Islandi. En samtakamáttur er oftast ögrun við ríkjandi aðstæður og viðteknar venjur og að sjálfsögðu ógnuðum við einhverjum það gerist líka í hita leiksins HVER HAFA HELSTU BARÁTTUMÁL GÆSLUSYSTRA VERIÐ í MENNTUN- ARMÁLUM OG SÍÐAR ÞROSKA- ÞJÁLFA? Við höfum alltaf látið okkur varða menntunarmál stéttarinnar, sem oftar en ekki hefur verið hörð barátta. Sama ár og skólinn er stofnaður eru stofnuð samtök til að verja hagsmuni þroskahefts fólks, Styrktarfélag vangef- inna. Samtökin gerðu kröfu um góða Árný Kolbeinsdóttir gjaldkeri, Heiga Birna Gunnarsdóttir ritari, Gréta Bachman formaður og Guðrún Gunnarsdóttir. menntun þess fólks sem störfuðu með þeirra skjólstæðingum sem miðaði að auk- inni færni og þátttöku. Við gerðum okkur þá þegar grein fyrir því að góð menntun væri grundvallarfor- senda þess að stéttin fengi einhverju áork- að við að rjúfa það ófremdar ástand sem ríkti í málefnum þess fólks sem vistað var á Kópavogshæli og um leið okkar sjálfra. Aðstæður á fyrstu árunum voru óvenjulegar og okkur lá því mikið á sem m.a. sést á því að strax á öðrum fundi sendum við frá okkur ályktun til forráða- manna skólans og fórum fram á að hann öðlaðist löggildingu hið fyrsta en skólinn stóð þá utan við skólakerfið og var fjár- magnaður af rekstarfé Kópavogshælis. Ekki tókst þá að fá sérstaka löggjöf fyrir skólann eða finna honum stoð innan skólakerfisins en fyrir atbeina félagsins var sett um hann reglugerð árið 1971. Félag- ið kom sjálft að gerð reglugerðarinnar, sem ég tel að hafi skipt sköpum og reglu- gerðin markaði þáttaskil í menntun stétt- arinnar. Nafni skólans var breytt í Þroska- þjálfaskóla Islands og gæslusystur tóku upp starfsheitið þroskaþjálfi og breyttu nafni félagsins á samræmi við það. Hlut- verk skólans var þá fyrst formlega skil- greint og þjálfunar- uppeldis- og umönn- unarstörf þroskaþjálfa viðurkennd. Félag- ið tryggði sér leið til áframhaldandi áhrifa í skólanum með fulltrúum þroskaþjálfa og nemenda í skólastjórn. Námstími var lengdur og breytingar urðu á námsgrein- um. Síðast en ekki síst þá fékk skólinn sjálfstæða fjárveitingu. í nóvember 1975 skipaði Félag þroskaþjálfa samstarfshóp þroskaþjálfa og þroskaþjálfanema, sem var falið það hlutverk að berjast fyrir enn frekari endurbótum á náminu í anda hugmyndafræði um eðlileg lífs- skilyrði og samfélagslega þátttöku, þá var tekist á sem aldrei fyrr, baráttan var hörð en skilaði ríkulegum árangri. Og það sem bar hæst að mínu mati var að skólinn var gerður að sjálfstæðri stofnun og endanlega aðgreindur frá Kópavogshæli. Allt verknám var sett undir stjórn þroskaþjálfa og það fært nær samfélaginu, námstími lengdist og námsinnihald samræmt nýjum áhersl- um í starfinu og hugmyndafræðilegri þróun. En það sem skipti sköpum voru áherslur stjórnvalda á þessum tíma sem hér eins og víðast annarsstaðar í hinum vestræna heimi gáfu undirokuðum hóp- um von um uppreist, viðurkenningu og mannsæmandi lífskjör. Við þroskaþjálfar eygðum loks þann möguleika að fylgja ábúendum altækra stofnanna út í þjóðlíf- ið. Þroskaþjálfar höfðu árið 1970 farið þess formlega á leit við Heilbrigðisráðu- neytið að það tryggði með lagasetningu störf og starfsheiti þroskaþjálfa sem gekk eftir árið 1978 með lögum um þroska- þjálfa. En tímanna tákn voru fyrst og fremst lög um þroskahefta sem tóku gildi tveim árum síðar 1980, sem undirstrikuðu rétt þess fólks sem skilgreint er þroskaheft til að lifa "eðlilegu" lífi. Þá höfðu þroska- þjálfar þegar fært út kvíarnar og voru farnir að hasla sér völl í starfi utan altækra stofnanna. Arið 1987 gaf Heilbrigðisráðuneytið að beiðni félagsins út reglugerð um þroskaþjálfa sem átti að tryggja starfsrétt- indi þroskaþjálfa enn frekar og endur- speglar betur en nokkuð annað hvað erfitt getur verið fyrir nýjar fagstéttir að hasla sér völl á rótgrónum vinnumarkaði annarra faghópa, ekki síst ef þeim fylgja nýjar hug- myndir sem brjóta í bága við ríkjandi gildi. I þessari reglugerð er að finna ákvæði um að þroskaþjálfum beri að standa vörð um hagsmuni fatlaðra gagn- vart samfélaginu sem ég tel að eigi fullan rétt á sér ennþá eftir átján ár hvað sem líð- ur öðrum ákvæðum hennar. Menntun þroskaþjálfa var flutt í Kennaraháskóla Islands árið 1998 við gildistöku nýrra laga um Kennaraháskól- ann. Um þann gjörning voru mjög skipt- ar skoðanir meðal þroskaþjálfa, þá greindi

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.