Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 28

Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 28
Umsóknarfrestur í MA nám í föilunarfræðum er til 15. apríl og diplómanám til 6. júní 2005. Sjá vefsíðuna www.fotlunarfraedi.hi.is með þroskahömlun og tók hún til lands- ins alls. Svarhlutfall var mjög gott eða tæp- lega 80%. Jafnt svarhlutfall var á milli höf- uðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Þátttakendur störfuðu ýmist hjá svæðis- skrifstofum um málefni fatlaðra, hjá fé- lagsþjónustu sveitarfélaga eða hjá sjálfs- eignarstofnunum. Urtakið var valið með það í huga að þátttakendur gætu gefið upplýsingar um ýmsa þætti er tengjast heilsueflingu og forvörnum íyrir fólk með þroskahömlun. Alls þjónustuðu þátttak- endur 440 einstaklinga á heimilum þeirra, 195 konur og 245 karla. Niðurstöður Fræðsla. I könnuninni var spurt hvort fólki með þroskahömlun væri veitt fræðsla um heilsueflingu og/eða forvarnir á heim- ilum sínum. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að í 80% tilvika veitti starfsfólk fólki með þroskahömlun fræðslu um þessa þætti. Starfsfólk stofnana á landsbyggðinni var Iíklegra en starfsfólk sambærilegra stofn- ana á höfuðborgarsvæðinu til að veita slíka fræðslu eins og sýnt er á mynd 1. Fræðsla Mynd 1. I 95% tilvika fór fræðslan fram með umræðum og fól einkum í sér upplýsingar um gildi mataræðis, hreyfingar og hvíldar. Hjá tæplega 50% svarenda kom auk þess fram að fólkið sem þjónustunnar naut fékk einnig slíka fræðslu hjá öðrum aðil- um, einna helst hjá Fjölmennt Fullorðins- fræðslu fatlaðra. Einnig var spurt hvort starfsfólk veitti fólki með þroskahömlun kynfræðslu og svöruðu tæplega 40% því játandi. Fram kom að oftast fól hún í sér upplýsingar um kynlífi þunganir og getnaðarvarnir. Heilsufarsupplýsingar. Til að kanna hvernig starfsfólk stóð að meðferð heilu- farsupplýsinga fólksins sem það þjónu- staði var spurt hvort heilsufarsupplýsingar væru skráðar á viðkomandi heimili. Nið- urstöður leiddu í ljós að mjög algengt var að heilufarsupplýsingar fólksins væru skráðar eða í um 90% tilvika. Upplýsing- ar um almennt heilsufar, sjúkdóma, lyfja- notkun, aukaverkanir lyfja, ferðir til heim- ilislækna, niðurstöður eftirlits heimilis- lækna, ferðir til sérfræðinga, niðurstöður eftirlits sérfræðinga, sjúkrahúsinnlagnir, óþol og/eða ofnæmi af einhverju tagi og líkamsþyngd var það helsta sem skráð var. Aðgengi að heilsufarsupplýsingum. Hvað aðgengi að heilsufarsupplýsingum varðar þá kom fram að í 70% tilvika voru heilsufarsupplýsingar fólksins geymdar á heimili þess en í vörslu starfsfólks, í 20% tilvika voru þær geymdar í aðsetri yfir- stjórnar þjónustunnar og í 10% tilvika höfðu einstaklingarnir heilsufarsupplýs- ingar í eigin vörslu. Stefhumörkun. Spurt var hvort stofn- anirnar sem þátttakendur störfuðu hjá hefðu sett sér skriflega stefnu um heilsuefl- ingu og/eða forvarnir. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að í rúmleg 30% tilvika var slík stefna til staðar. Einnig kom fram að í sumum tilvikanna tók stefnan fyrst og fremst yfir þætti sem tengdust heilsuefl- ingu starfsfólks. Samstarf. I könnuninni var spurt hvort stofnanirnar sem þátttakendur störfuðu hjá hefðu samstarf við heilbrigðisstofnanir vegna fræðslu- og/eða forvarnarmála. Nið- urstöðurnar gáfu til kynna að í rúmlega 30% tilvika höfðu stofnanirnar samstarf við stofnanir á heilbrigðissviði vegna fræðslu- og/eða forvarnarmála. I þeim til- vikum sem samstarf var til staðar var það einna helst við starfsfólk heilsugæslu- stöðva. Samantekt Helstu niðurstöður könnunarinnar gefa vísbendingar um að miklar líkur séu á að starfsfólk sem þjónustar fólk með þroskahömlun, veiti því fræðslu um heilsueflingu og/eða forvarnir. Við aðra vinnslu meistaraprófsverkefnis míns hafa komið fram ákveðnar vísbendingar sem leiða að sömu niðurstöðum. Þar hefur komið fram að í þeim tilvikum sem starfs- fólk veitti fræðslu um heilsueflingu og/eða forvarnir þá fór hún fram með umræðum og leiðsögn í dagsins önn, til dæmis í tengslum við fæðuval, matarinnkaup og matseld. Aftur á móti eru mun minni lík- ur á að fólkinu sé veitt kynfræðsla en sam- kvæmt erlendum rannsóknum er fólk með þroskahömlun í hættu á að verða misnot- að kynferðislega, sérstaklega konurnar. Kynfræðsla er talin vera nauðsynleg sem fyrirbyggjandi aðferð til að koma í veg fyr- ir ofbeldið (Muff, 2001). Liður í forvörnum og heilsuvernd er meðal annars að hafa yfirlit yfir heilsufars- lega þætti fólksins sem þjónustan beinist að. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að í lang flestum tilvikum voru upplýsingar sem tengjast heilsufarsþáttum af einhverju tagi skáðar á heimilum fólksins. Hins vegar

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.