Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 26

Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 26
kjósa með barninu meðan á aðlögun stendur. Sumir foreldrar kjósa að gista með barninu og er það velkomið. Einnig eru foreldrar, systkini og aðrir aðstand- endur velkomnir hvenær sem þeim hent- ar að heimsækja barnið á meðan á dvöl- inni stendur. Hverjar eru ástæður fyrir komu barns í Rjóður? Börn koma í Rjóður af ýmsum ástæð- um og starfar allt starfsfólk saman að því að uppfylla óskir og þarfir hvers barns. Barn kemur m.a. með það að markmiði að fá: Hvíld Hjúkrun og umönnum M Endurhæfingu og mat á hjálpartækj- um ■ Eftirfylgd með næringu, svefni, óværð, lyfjabreytingum og almennri líðan ■ Endurhæfingu eftir slys ■ Eftirfylgd frá Barnaspítalanum eftir aðgerð eða veikindi barns. Einnig koma s.k. „þema-hópar“. Það eru hópar barna sem hafa álíka fötlun eða eiga að einhverjum ástæðum samleið og koma því saman til dvalar. Einn slíkur hópur eru börn með heilalömun (C.P). Hver er framtíðarsýnin? Rjóður er eina hjúkrunarheimilið fyr- ir börn sem starfrækt er á Islandi. Heimil- ið hefur einungis verið starfrækt í tæpt ár og er því starfsemin enn í mótun og þró- un. Framtíðarsýn okkar er að Rjóður geti boðið börnum og aðstandendum þeirra uppá gott heimili og hlýlega umönnun. Við viljum leggja sérstaka áherslu á bætta aðstöðu og hefur nú þegar verið sótt um viðbótarhúsnæði til að geta boðið upp á fjölbreyttari afþreyingu fyrir börnin sem dvelja í Rjóðri. Rjóður er einnig í okkar huga kjörinn staður fyrir starfsnám þroskaþjálfa. Að lokum viljum við gjarn- an sjá enn fleiri þroskaþjálfa starfa í Rjóðri og að við fyllum þau stöðugildi sem við „eigurn" merkt í Rjóðrinu. Sigríður Gísladóttir. Útskrifuð úr Þ.í. 1992. Diploma framhaldsn. frá KHÍ 2004. Þroska- þjálfi í Rjóðri frá mai 2004. •+ 1977 fóru nemendur skólans í fyrsta skipti í starfsþjálfun á aðrar stofn- anir en fyrir vangefið fólk. ■4 1978 voru lög um þroskaþjálfa samþykkt, en með lögunum eru starfs- heiti og starfssvið þroskaþjálfa lögvernduð. Lögverndun starfsheitisins hafði verið eitt af aðalbaráttumálum Félags þroskaþjálfa. •4 1979 voru lög um aðstoð við þroskahefta samþykkt frá Alþingi. Sam- kvæmt þeim var þjónustan ekki lengur bundin við altækar stofnanir. í lögunum var ákvæði þess efnis að landinu skyldi skipt í átta starfs- svæði og á hverju svæði ætti að veita ýmiskonar sérfræðiþjónustu þar á meðal þroskaþjálfun. Þjónustan var ekki lengur bundin við stóru sól- arhringsstofnanirnar. Þessi stefnubreyting í þjónustu við þroskaheft fólk hafði mikil áhrif á starfsvettvang og starfshætti þroskaþjálfa. •4 1984 flutti skólinn frá Kópavogshæli að Skipholti 31, í Reykjavík. -♦ 1985 var stúdentspróf gert að inntökuskilyrði í Þroskaþjálfaskólann og einnig a.m.k. 6 mánaða reynsla í starfi með fötluðu fólki. Skólanum var gert að annast símenntun þroskaþjálfa samkvæmt nýjum lögum um skólann, en hann var áfram undir stjórn Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins. ■4 1987 vannst mikill áfangasigur fyrir stéttina en þá tók gildi reglugerð um störf, starfsvettvang og starfshætti þroskaþjálfa með stoð í lögum um þroskaþjálfa frá 1978. Það þótti nýmæli að reglugerðin var jafn- framt starfslýsing fagstéttar. •4 1989 hófst fyrsta framhaldsnámið fyrir þroskaþjálfa á vegum Þroska- þjálfaskóla íslands. 1991 var Þroskaþjálfaskólinn færður frá yfirstjórn Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis undir yfirstjórn Menntamálaráðuneytisins. Á aðalfundi félagsins þetta ár voru siðareglur þroskaþjálfa samþykktar. •4 1992 var í annað sinn boðið upp á framhaldsnám fyrir þroskaþjálfa á vegum Þroskaþjálfaskóla Islands. •4 1996 samþykkti aðalfundur félagsins að breyta nafni félagsins í Þroskaþjálfafélag íslands og jafnframt varð félagið sjálfstætt stéttarfé- lag með samningsrétt. •4 1997 voru fyrstu sjálfstæðu kjarasamningar félagsins samþykktir. Að- alfundur félagsins samþykkti tillögu að nýju merki félagsins. Merkið er með nafni og upphafsstöfum félagsins, grænt, hvítt og appelsínugult að lit, hannað af Vilborgu Björnsdóttur. í desember þetta ár tóku gildi ný lög um Kennaraháskóla Islands. Með lögunum voru fjórir skólar sameinaðir í einn, Fósturskóli (slands, íþróttakennaraskóli íslands, Kennaraháskóli íslands og Þroskaþjálfa- skóli íslands. Með þessari sameiningu færðist nám þroskaþjálfa á há- skólastig. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða önnur sambærileg próf eða náms- og starfsreynsla sem metið er sem jafngildur undibúningur. Námið er þriggja vetra 90 eininga nám, bóklegt og verklegt.

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.