Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 23

Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 23
EENNINN Fréttir frá Svíþjöd! Mig langar að segja ykkur frá veru minni hérna í Karlstad í vetur. Við dóttir mín komum hingað í ágúst um það leyti sem hennar skóli átti að byrja. Eg var skrifuð inn í Karlstads Uni- versity í launuðu námsleyfi frá Fræðslu- miðstöð og dóttir mín í Kronoparkskolan sem er hér í hverfinu sem háskólinn er í. Við vorunt búnar að fá inni hjá konu sem ég hafði talað við í síma í háskólanum og vorum þar fyrstu vikurnar. Þetta voru óvæntar og sérlega góðar móttökur af al- gerlega ókunnri manneskju. En það reyndist mér vel að geta æft mína sænsku ef sænsku skyldi kalla um leið og ég kom. Það sem mér fannst athyglisvert við þetta hverfi, Kronoparken, var að því var lýst sem multicultural. Það kom líka á daginn að hér búa margir af erlendu þjóð- erni og reyndar kom mér í opna skjöldu hversu margir af þeim voru frá Irak, eru Kúrdar. Það tók smátíma að venjast því að mæta konum í síðum pilsum í döltkum kápum með slæðu um höfuðið. En svo líka gleðilegt að allt þetta fólk reynir að finna sér samastað fjarri stríðshrjáðu landi sínu. Þegar þetta er skrifað hafa nýverið farið fram kosningar í Irak og mikið um þetta í fréttum m.a. fólk sem er í kosn- ingabaráttu þar suðurfrá sem talar sænsku og bjó hér áður. I gegnum hverfið liggja stígar sem eru ruddir jafnóðum og þörf krefur og hægt að komast í verslanir og skóla án þess að fara yfir götur. Reyndar er gott stígakerfi um allt í Karlstad og auðvelt að komast leiðar sinnar hjólandi eða gangandi. Og nú var nýtt fyrir okkur mæðgur að vera ekki akandi, heldur nota strætisvagna, hjóla eða bara ganga, ekki hægt að versla í marga poka, bara eins og kroppurinn þol- ir að bera. Við fengum svo íbúð á leigu hérna í hverfinu, fín 2ja herbergja íbúð. Og það var auðvelt að verða sér úti um húsgögn og allt í eldhús, hérna eru verlsanir sem selja notuð húsgögn og bara allt sem þarfnast í innbú. Þetta var mjög ódýrt, svo ódýrt að ég hefði aldrei trúað að ég gæti komið mér upp annarri búslóð hérna úti svona auð- veldlega. Þar sem dóttir mín kunni ekki sænsku byrjaði hún í alþjóðlegum bekk sem má segja að voru mistök. Þarna voru aðallega írösk börn sem töluðu kúrdísku sín á milli og hún fann sig engan veginn þarna. Eftir mánuð fékkst hún flutt í almennan beltk og þá jafnaði hún sig á erfiðri byrjun og lærði sænskuna fljótt og vel, á góða vini í skólanum og gengur mjög vel. Námið sem ég sóttist eftir í háskólan- um er fyrst og fremst 20 eininga kúrs (15 íslenskar einingar) sem heitir Sprák, kommunikation och handikapp. Þetta er nám sem byggir á kenningum Iréne Jo- hansson sem þekkt er fyrir svo kallað Karl- stadsmodel og var hún m.a. á Islandi í ágúst að kynna það. I þessum A-kúrs er fjallar um grunnþætti máltökunnar eða málþroskann fyrstu tvö árin í lífi einstak- lingsins. Við höfum lesið ógrynni af efni og kenningum, kynnst ungbarnarann- sóknum og höfundum þeirra. Þessu höf- um við gert skil bæði einstaklingslega og í hóp, fengið verkefni þar sem við áttum að greina m*lþroska 1 1/2 árs barns út frá þessum kenningum. Að auki lærðum við hljóðgreiningu og hljóðgreinum tal barns- ins/einstaklingsins. Hljóðgreiningin var nokkuð tímafrek fyrir mig í byrjun þar sem útskýringar hljóða voru oft með öðr- um sænskum orðum sem ég kannski vissi ekki hvernig voru borin fram. Nýverið skiluðum við verkefni þar sem við áttum að greina málþroska fatlaðs einstaklings eftir myndbandi. Grunnhugmynd í fræðum þessa náms er að horfa á málþroskann út frá þremur þáttum sem eru form, innihald og notk- un. I byrjun skoðuðum við tengingu tals, máls og samskipta og hvernig skilgreina má tal sem hluta af máli og mál sem hluta af samskiptum. Mér fannst sérstaldega at- hyglisvert að kafa ofan í fræðin sem lúta að „uppruna málsins" frá fyrstu samskiptum ungabarnsins við sína nánustu aðstand- endur. Hvernig augnsambandið og nánu samskiptin, leggja stóran grunn í mál- þroska barnsins og foreldrið túlkar allt sem barnið gerir/sýnir(form) og gefur því innihald sem aftur kennir barninu meira um hvað það tjáði. Barnið fær viðbrögð við hjali, brosi eða grát og lærir um leið að „nota" þessa tjáningu. Þetta eru margir fasar og mörg stig sem hver byggir á öðr- um og á seinni hluta fyrstu tveggja áranna erum við að skoða orðaforða og setninga- myndun, innihald og skilning barnsins og notkun þess á málinu í samskiptum þess við umhverfið og samhengið þar á milli. Og þá koma til kastanna enn fleiri kenn- ingar og rannsóknir sem við notum til við- miðunar við greiningu málþroskans. I B-kúrsinum er farið gegnum áfram- haldandi þroska frá 2ja ára að skólaaldri en hvort ég ákveð að fara í hann næsta haust er enn óljóst. Þátttakendur í kúrsinum eru frá hin- um ýmsu geirum skóla og þjálfunar þar

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.