Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 9
Möppumci í leikskólum
- hvað er það og hvernig nýtist það þroskaþjálfum í starfi-
A 3. ári í þroskaþjálfanáminu var ég nemi
í leikskólanum Sólborg og vann þar loka-
verkefni mitt sem fólst í því að vinna
fræðilegan grunn á bak við hið s.k.
möppumat (á ensku portfolio assess-
ment). Upphaf þessa verkefnis má rekja til
þess að leikskólinn setti sér það markmið í
ársáætlun árið 2002 að útbúa möppumat
fyrir öll börn leikskólans. Astæðu þess seg-
ir Jónína Konráðsdóttir, leikskólastjóri,
vera umræðu um aukna notkun staðlaðra
prófa og matslista í leikskólastarfi sem leið
til að fylgjast með þroskaframvindu barna
yfirleitt. Stöðluð próf og matslistar þjóna
sínum tilgangi við áleveðnar aðstæður en
spurning er hvort slík tæki séu heppileg-
asta leiðin til að fylgjast með þroska og fá
heildstæða mynd af barninu. Astæðuna
segir hún einnig vera þá að í starfi sínu
safna kennarar (í greininni verður rætt um
kennara sem yfirheiti á þeim uppeldis-
starfsmönnum sem inni í leikskólanum
starfa) mikið af upplýsingum um barnið
og að e.t.v. sé möppumat leiðin til að
halda utan um þær upplýsingar.
Starfið í leikskólanum sem og vinnan
með möppumatið vakti áhuga minn og ég
hóf því störf á leikskólanum eftir útskrift.
Eg tók það að mér að halda utan um
möppumatið, sem byrjaði með því að
stofnuð var nefnd, s.k. möppumatsnefnd,
þar sem er að finna einn starfsmann frá
hverri deild, starfsmann sem hefur umsjón
með sérkennslumálum innan leikskólans
og leikskólastjóra, alls 6 manns. Oklcur
þótti mikilvægt að starfsmaður væri frá
hverri deild fyrir sig, þar sem aldur barn-
anna er mismunandi deild frá deild og
einnig eru áherslur hverrar deildar í þema-
vinnu mismunandi. Umræðan um hvern-
ig möppumatið ætti að líta út var því oft á
tíðum lífleg og hugmyndirnar margar og
góðar. Það var svo á vorönn 2004 að
nefndin kom sér saman um hvernig mark-
viss vinna með möppumatið ætti að hefj-
ast og hvernig ætti að skrá upplýsingar um
barnið. Áður höfðu allar deildir unnið
Anna Björk Sverrisdóttir
möppumatið eins og þeirn þótti henta
hverri deild fyrir sig. Haustið 2004 var
sótt um styrk úr þróunarsjóði leikskóla og
fengum við úthlutun nú um áramótin,
þannig að nú er vinna komin í fullan gang
með þetta þróunarverkefni og ljóst að
verkefnið er orðið stærra í sniðum en í
upphafi var ætlað. Það má í raun segja að
nú sé kominn nýr upphafspunktur í þetta
verkefni, við komum til með að meta
vinnu sl. veturs og skipuleggja verkefnið
út frá því, en ætlunin er einnig að tölvu-
væða þessar möppur og gera þær þar með
aðgengilegri fyrir foreldra og forráðamenn
barna leikskólans.
Stefna leikskóla Reykjavíkur í
kennslumálum
Leikskólar Reykjavíkur starfa eftir
heildtækri skólastefnu sem felur það í sér
að mæta þörfum allra barna óháð félags-
legum, tilfinningalegum og andlegum að-
stæðum þeirra. Islendingar eru aðilar að
Salamanca - yfirlýsingunni, sem samþykkt
var árið 1994, en þar er komið inn á jafna
þátttöku allra til menntunar. Þar er talað
um að „nám án aðgreiningar" sé frumskil-
yrði þess að fólk fái notið mannréttinda og
mannlegrar reisnar. Þar er einnig sérstak-
lega talað um að sníða eigi námsefni eftir
þörfum barnanna, en ekki öfugt og
tryggja þannig að komið sé til móts við
þarfir allra. Til þess að geta mætt þörfum
hvers og eins er miklvægt að geta gert sér
grein fyrir stöðu barnsins á hverju þroska-
sviði fyrir sig. Ein leið til þess að halda
utan um þá þekkingu og þær upplýsingar
sem kennarar hafa um hvert barn fyrir sig
er að útbúa möppumat fyrir sérhvert barn.
Hvað er möppumat ?
Möppumat er ein leið til að meta þró-
un/þroska og færni barna. Möppumat er
skráning á þróun/þroska barns og því ferli
sem það fer í gegnum þegar það tileinkar
sér nýja færni. Þar kemur fram hvað barn-
ið hefur lært, hvernig það hefur borið sig
að því að læra, hvernig það hugsar, efast,
greinir, framleiðir, skapar og hvernig það
er í samskiptum við aðra, vitsmunalega,
félagslega og tilfinningalega. Það gefur
flókna og yfirgripsmikla mynd af barninu.
Möppumat er eldti tilviijunarkennd söfn-
un af athugunum og verkum barnsins,
heldur er söfnunin kerfisbundin og stefn-
ir að því að sýna þróun barns á sem flest-
um sviðum.
Hugmyndafræðina á bak við
möppumatið er m.a. að finna í fjölgreind-
arkenningu Howards Gardner, sem telur
að stöðluð próf og staðlaðir matslistar sýni
ekld raunverulega getu barnsins, þar sem
verið er að meta við tilbúnar aðstæður.
Möppumat miðar hins vegar að því að
safna því sem barnið gerir við raunveru-
legar aðstæður og sýna ákveðna getu eða
þróun, þannig að um rauntengt mat er að
ræða.
Efni möppunnar getur komið úr
mörgum áttum:
myndbandsbrot
teikningar barns
I útfylltir gátlistar
gullkorn
ljósmyndir af verkum barns