Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 8
uðum öldruðum einstaklingi betur borgið
í þjónustu á öldrunarstofnun heldur en á
heimili fatlaðra? Ætti viðkomandi kost á
meira einkarými eða næði en hann hefur
haft á heimilinu? Gæti hann haft meiri
áhrif á líf sitt en áður? Gæti hann fengið
aðstoð starfsmanna til að stunda afþrey-
ingu eða tómstundir utan heimilis?
Svar mitt við öllum þessum spurning-
um er skýrt og afdráttarlaust; Nei. Það er
ekki hagur einstaklings að flytja af 4 - 5
manna heimili á stóra stofnun þar sem
fyrirkomulagið minnir meira á sjúkrahús
en heimili. Það er nánast hægt að fullyrða
að einkarými er minna á öldrunarstofnun
en á heimilum fatlaðs fólks og jafnframt
nokkuð víst að einstaklingur hefur vægast
sagt litla möguleika á að hafa áhrif á eigið
líf - svo sem að velja þann mat sem á borð
er borinn hverju sinni, taka þátt í heimil-
ishaldi og ýmsum öðrum daglegum at-
höfnum.
Margt af elsta fólkinu sem nú býr á
heimilum fýrir fatlaða hefur áður búið á
sértækum stofnunum. Ekki er líklegt að
það fólk sem hefur reynslu af búsetu á
slíkri stofnun myndi kjósa sér það hlut-
skipti aftur.
Samkvæmt upplýsingum sem þjón-
ustuhópur aldraðra í Reykjavík aflaði í júlí
2004 þá bjuggu 1240 einstaklingar á dval-
ar- og hjúkrunarheimilum í borginni, þar
af höfðu 785 einstaklingar einbýli en 485
manns deildu svefnrými með öðrum. Eðli
málsins samkvæmt fellur fullorðið fólk frá
svo það bætist við að sami einstaklingur
getur lifað marga herbergisfélaga sína. Það
útaf fyrir sig er erfitt hlutskipti, líka fyrir
aldrað fólk. Starfsemi öldrunarstofnana
miðar fyrst og fremst að því að sinna
frumþörfum einstaklinganna sem þar búa
og tryggja öryggi þeirra. Matur er eldaður
í stórum eldhúsum og þvottur er þveginn
í þvottahúsi en þessar einingar tengjast
eldti deildum eða heimiliseiningum. Sér-
stakt starfsfólk sér um að þrífa húsnæði og
vistarverur og svona má áfram telja. Þátt-
taka í heimilishaldi er því nánast ókleif
öldruðu fólki sem býr á öldrunarstofnun
hafi það heilsu til og óskir um slíkt.
I ljósi framkominna staðreynda má
spyrja þess hvort það sé siðferðilega rétt að
þjónustuaðilar fatlaðs fólks leggi til flutn-
ing aldraðs fatlaðs fólks á öldrunarstofnun
með þeim rökum að þeir væru að fram-
fylgja lagabóksrafnum. Sem sagt að 67 ára
og eldri einstaklingar séu eldd lengur fatl-
aðir heldur aldraðir og ættu að fá þjónustu
-4 1965 var Félag Gæslusystra
stofnað. Stofnfundurinn var
haldinn þann 18. maí en fundinn
sátu 13 gæslusystur. Á þessum
tíma höfðu tæpir tveir tugir
gæslusystra útskrifast. Tildrög
þess að félagið var stofnað voru
þau að gæslusystur sáu nauðsyn
þess að fá viðurkenningu á störf-
um stéttarinnar og jafnframt að
vinna að úrbótum í málefnum
fatlaðra. Eitt af fyrstu baráttu-
málum félagsins var að fá lög-
gildinu námsins og efla skólann
og bæta. Á stofnfundinum var
gengið frá lögum félagsins og
jafnframt var ákveðið að sækja
um inngöngu í starfsmannafélag
ríkisstofnana. Á fyrsta almenna
fundi félagsins þetta sama ár var
samþykkt ályktun þess efnis að
beina því til forstöðumanns hæl-
isins að sótt yrði um löggildingu
skólans. Fyrsti formaður félagsins
var Gréta Bachmann.
■4 1966 var fyrsta merki félagsins
hannað, hringlaga brjóstnæla
með mynd af sóley á bláum
grunni, hönnuður þess var Sól-
veig Eggerz.
í samræmi við það. Þá má ennfremur
spyrja sig þess hvort þau sérlög sem hér
um ræðir séu að tryggja réttindi viðkom-
andi hópa eins og þeim er ætlað að gera -
eða hvort þau geri hið gagnstæða - að
hamla réttindum þeirra.
Þjónusta á öldrunarstofnunum er að
mínu mati áratugum á eftir þjónustu og
þróun sem átt hefur sér stað í málefnum
fatlaðs fólks og það er nánast hægt að full-
yrða að enginn myndi bjóða þessi lífskjör
á heimilum fyrir fatlað fólk.
Sú hugmyndafræði sem þjónusta við
fatlað fólk byggir á miðar að því að jafna
hlut þeirra í samfélaginu þannig að þeir fái
notið sömu réttinda og aðrir þegnar þessa
lands. Að virða óskir fatlaðs fólks og styðja
það við að hafa áhrif og stjórn á eigin lífi.
Við sem störfum í þjónustu við fatlað
fólk vitum að margt er óunnið til að jafna
kjör þeirra og uppfylla ákvæði laganna um
jafnrétti og sambærileg lífskjör. Að því er
unnið og vonandi auðnast okkur að ná því
takmarki.
Það er því þyngra en tárum tekur að
horfa upp á þau kjör sem öldruðu fólki
stendur til boða á 21. öldinni. Með - að
því er virðist, þegjandi samkomulagi sam-
félagsins er enn verið að byggja upp og
viðhalda rekstri altækra öldrunarstofnana.
Og hvaða heimilistilfinning eða lífsgæði
eru fólgin í því að búa á slíkri stofnun?
Varðandi sjálfræðið sem lögin segja að
skuli gætt að - þá er nú erfitt að sjá það í
framkvæmd.
Fólk er nánast rænt borgaralegum rétti
sínum þegar það flytur á öldunarstofnun.
Það hefur mjög lítil áhrif á daglegt líf sitt
og umhverfi og þarf að lúta reglum og
ramma stofnunarinnar sem afmarkast af
hagræði rekstursins en ekki einstak-
lingsóskum.
Við það að flytja á öldrunarstofnun
má segja að einstaklingur hætti að vera
sjálfs síns herra en falli þess í stað inn í hóp
fólks sem allt býr undir sama þaki og kall-
ast í daglegu tali og í lögunum líka — vist-
menn, sem ekki er vel metið hlutverk.
Það má því vera ljóst af orðum mínum
hér að ég er alfarið á móti því að stuðlað sé
að flutningi fatlaðs aldraðs einstaklings á
öldrunarstofnun og vil að lokum undir-
strika skoðun mína með því að vitna í 1.
gr. siðareglna þroskaþjálfa þar sem segir:
„Þroskaþjálfi beitir fagþekkingu sinni í því
skyni að bæta lífsskilyrði og lífsgæði skjól-
stæðinga sinna.“
Sigríður I. Daníelsdóttir. Starfar sem sviðs-
stjóri hjá Svæðisskrifstofu Reykjaness. Ut-
skrifaðist frá Þroskaþjálfaskóla Islands 1979.
Lauk framhaldsnámi í stjórnun frá Þroska-
þjálfaskóla Islands 1995. Otskrifaðist með
viðbótarnám í starfstengdri siðfræði frá
Háskóla íslands 2003.