Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 27
Heilsuefling og forvarnir í þjón-
ustu við ólk með þroskahömlun
I þessari grein er sagt frá könnun sem ég
vann í meistaranámi mínu í Fötlunarfræð-
um við félagsvísindadeild Háskóla Islands
haustið 2003. Markmið könnunarinnar
var meðal annars að skoða á hvaða hátt
staðið væri að fræðslu um heilsueflingu og
forvarnir fyrir fólk með þroskahömiun
búsett á sambýlum og í sjálfstæðri búsetu
og skoða hvort þjónustustofnanirnar
hefðu sett sér stefnu um þessi mál. Könn-
unin er hluti af meistaraprófsverkefni
mínu sem ber yfirskriftina; Lífsstíll og
heilsa kvenna með þroskahömlun. Hér á
eftir er greint frá fræðilegum bakgrunni,
framkvæmd og helstu niðurstöðum könn-
unarinnar.
Fræðilegur bakgrunnur
Rannsóknir á lífsstíl og heilsufari fólks
með þroskahömlun er nýtt og vaxandi
svið innan fötlunarfræða sem er nýtt
fræðasvið hér á landi sem og á alþjóðavett-
vangi (Rannveig Traustadóttir, 2003).
Rannsóknir á þessu sviði eru fáar, en þó
eru dæmi um nokkrar rannsóknir meðal
annars frá Ástralíu, Bandaríkjunum og
Bretlandi (Jobling, 2001). Fræðikonurnar
Walsh og Heller (2002) hafa bent á að í
auknum mæli sé litið á heilsu sem hluta af
mannréttindum þannig að sérhver þjóðfé-
lagsþegn eigi jafnan rétt á því að geta lifað
heilbrigðu lífi. I skrifum þeirra kemur
fram að ýmsir líffræðilegir, sálrænir og fé-
lagslegir þættir hafa áhrif á heilsufar fólks
á lífsleiðinni svo sem kyn og þjóðfélagsleg-
ar aðstæður. Jafnframt segja þær að þessi
sýn á heilsu og þjóðfélagslega stöðu fólks
sé mjög sjaldan höfð að leiðarljósi við
skoðun á heilsu karla og kvenna með
þroskahömlun. Afleiðing þess er lítil
þeklcing og skilningur á heilsufari þeirra.
Walsh (2002) segir ennfremur að að-
gangur að upplýsingum sé mikilvæg for-
senda að heilsusamlegu lífi og vellíðan.
Hrönn Kristjónsdóttir
Það sé lykillinn að því að eiga val og að
móta eigin lífsstíl.
I réttindabaráttu sinni leggur fólk með
þroskahömlun áherslu á að taka sjálft
ákvarðanir um eigin hagi. I auknum mæli
velja margir fullorðnir einstaklingar með
þroskahömlun að búa sjálfstætt í samfélag-
inu með eða án stuðnings. Rannsóknir
hafa sýnt að sjálfstæði þeirra muni ekki
endilega hafa jáltvæð áhrif á heilsu þeirra.
Bent hefur verið á að fram til þessa hafi
fólk með þroskahömlun orðið útundan í
því heilsueflingarátalei sem á sér stað með-
al almennings víða í vestrænum samfélög-
um. Auk þess gefa rannsóknir vísbending-
ar um að fólk með þroskahömlun fái ekki
viðeigandi eða nægilega fræðslu um
heilsuvernd og heilbrigðan lífsstíl. Þessar
rannsóknir gefa til kynna að til að mæta
þessari þörf sé meðal annars nauðsynlegt
að efla fræðslu sem beinist að þessum hópi
sérstaklega innan menntakerfisins, hjá
starfsfólki innan heilbrigðis- og félags-
þjónustu og í samfélaginu almennt
(Jobling, 2001).
Á alþjóðavísu leggja heilbrigðiskerfi og
heilbrigðisþjónusta stöðugt meiri áherslu
á mikilvægi forvarna og fræðslu fyrir al-
menning til varnar sjúkdómum og ýmis-
konar heilsufarsvandmálum og til að auka
lífsgæði fólks. Alþjóðaheilbrigðisstofnun-
in, (WHO), hefur allt frá stofnun stýrt
verkefnum sem miða að því að vernda og
efla heilbrigði. Árið 1986 birti stofnunin
svo nefndan Ottawasáttmála um heilsuefl-
ingu. I sáttmálanum segir meðal annars að
heilsuefling miði að því að gera fólki kleift
að bæta eigið heilbrigði. Til þess að geta
stefnt að líkamlegri, andlegri og félagslegri
heilbrigði þarf einstaklingur eða hópur að
gera sér grein fyrir eigin löngunum, hafa
möguleika til að fullnægja eigin þörfum
og til að hafa áhrif á umhverfið og aðlagst
því (Sigrún Gunnarsdóttir, 2000). Árið
2001 samþykkti Alþingi heilbrigðisáætlun
sem tekur mið af Evrópuáætlun WHO frá
1998. I áætluninni er lögð áhersla á jafn-
rétti og samábyrgð í verki, bætt heilsufar,
forvarnir, þverfaglegar aðgerðir, árangurs-
ríka heilbrigðisþjónustu og breytta stjórn-
unarhætti. Islenska heilbrigðisáætlunin
nær til ársins 2010 en í henni er Iögð meg-
ináhersla á langtíma heilbrigðismarkmið
og miðast þau við að bæta heilsufar þjóð-
arinnar (Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið, 2001). Samkvæmt markmið-
um Heilbrigðisáætlunarinnar er grund-
völlur árangursríkrar heilsueflingar, meðal
annars talin vera náið þverfaglegt samstarf
á milli starfsmanna heilsugæslustöðva,
sveitarfélaga, félagasamtalta og íbúa við-
komandi svæðis (Landlæknisembættið,
2003).
Ymsar erlendar rannsóknir benda til
þess að ofangreindar áætlanir og sáttmálar
hafi ekki skilað sama árangri fyrir fólk
með þroskahömlun og aðra hópa.
Framkvæmd
Við framkvæmd könnunarinnar var
spurningalisti sendur til forstöðumanna
sambýla og sjálfstæðrar búsetu fyrir fólk
1271