Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 20

Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 20
Menning fullorðins fólks með þroskahömlun Grein þessi fjallar í stuttu máli um niður- stöður á rannsókn okkar á menningu full- orðins fólks með þroskahömlun sem var lokaverkefni okkar til B.A gráðu við þroskaþjálfabraut Kennaraháskóla Islands vorið 2004. Markmiðið með rannsókn- inni var að auka við þekkingu okkar á lífi fólks með þroskahömlun til þess að við værum betur í stalck búnar til að mæta þörfum þess út frá þeirra eigin forsendum. Fræðilegur bakgrunnur rannsóknar- innar fjallaði um þróun hugmyndafræði á lífi fóllcs með þroskahömlun í hinum vest- ræna heimi á síðustu áratugum með aðal áherslu á fötlunarfræði og útfærslu henn- ar. Þar er meðal annars skírskotað til þeirra gilda sem hver einstaklingur þarf að hafa til að geta átt innihaldsríkt líf. Einnig lcynntum við olclcur rannsóknir sem gerð- ar hafa verið um skyld efni. I rannsókn okkar á orðið menning að túlka líf þátttakenda í frítíma þeirra en niðurstöður rannsólcnarinnar benda til þess að fólk með þroskahömlun eigi sér sinn eigin menningarheim þar sem þeir eyða tómstundum sínum að stórum hluta innan síns eigin menningarsamfélags. Rannsóknaraðferð og þátttakendur Stuðst var við eigindlega aðferðafræði í rannsólcninni. Ein tegund af slíkum að- ferðum er tilvikslcönnun og er notast við þá aðferð í þessari rannsókn. Byrjað var á að velja sex einstaldinga með væga þroskahömlun. Notast var við markmiðsúrtak og voru þátttakendur valdir markvisst með tilliti til aldurs, kyns og búsetu. Þannig var haft í huga að um væri að ræða ungt fullorðið fóllc sem byggi í sjálfstæðri búsetu og væri því elcki mikið stjórnað af öðrum. Með því gætum við náð raunsærri mynd af skoðunum og til- finningum fólksins þar sem það væri síður Rósa Sigurlaug Sigríður Eir Eiríksdóttir Guðmundsdóttir undir áhrifum foreldra eða annarra að- standenda þeirra. Þátttakendur voru Jónína 37 ára, Kristín 32 ára, Hulda 25 ára, Ragnar 31 árs, Gísli 43 ára og Aron 28 ára. Til að halda trúnaði við þátttakendur eru þetta eklci þeirra réttu nöfn. Við upplýsingasöfnun voru notuð hálfskipulögð (semi-structured) viðtöl þar sem rannsalcandinn hefur ákveðinn við- talsramma til viðmiðunar en reynir jafn- framt að spyrja opinna spurninga (McMillan 2004). Áhersla var lögð á að einstaklingarnir gætu tjáð sig eins opið og frjálst og þeirra væri kostur. Þannig var leitast við að slcilja túllcun þátttakendanna sjálfra á eigin frítíma og tilfinningum þeirra til þess sem fjallað var um. Sérstakur menningarheimur fólks með þroskahömlun Þegar litið er til þess að hér er um að ræða einstaklinga sem búa og lifa sjálf- stæðu lífi án afslcipta annarra lcemur á óvart hvað þetta fólk á margt sameigin- legt. Áhugamálin eru um margt lík, frí- tíma er eytt á svipaðan hátt og tengsl við fjölskyldu eru ekki með ólílcum hætti. Eftir því sem við rýndum oftar í niður- stöður sýndist okkur að þátttakendur til- heyrðu ákveðnum menningarheimi sem einlcennist af því að þegar að vinnudegi þeirra líkur eru þeir virlcir í alls konar fé- lagslífi sem tilheyrir fötluðu fóllci. Allir iðka íþróttir hjá íþróttafélögum fatlaðra, nokkrir sælcja námskeið hjá Fjölmennt og talca þátt í félagslífi Hins hússins sem er fé- lagsmiðstöð fyrir fóllc með þroskahömlun. Þetta styður við niðurstöður Devas (2003) og Beart o.fl. (2001) um að fólk með þroskahömlun eyði tómstundum sínum aðallega í slcipulögðu tómstundastarfi fyr- ir fatlaða en elcki úti í samfélaginu. Oðr- um frístundum utan heimilis er síðan að miklu leyti varið með vinum og vinahóp- urinn samanstendur af fóllci með þroska- hömlun sem þátttalcendur hafa kynnst á fyrrgreindum vettvangi. Fullagar og Owler (1998) tala einmitt um að tóm- stundir séu mjög milcilvægar fyrir fóllc með þroslcahömlun því innan þeirra myndast oft vinslcapur vegna sameigin- legra áhugamála. Aðeins einn þátttakandi eyddi tómstundum bæði með vinnufélög- um sínum og æslcufélögum úr hverfinu þar sem hann ólst upp. Þó vissulega sé afþreying þátttakenda með ýmsu móti má þó sjá rauðan þráð í gegnum hana hjá þeim öllum. Fleira sem þeir eiga sameiginlegt er til dæmis hversu vinsælt er að fara í Smáralind, Kringlu og Kolaport um helgar þar sem tilgangurinn er yfirleitt sá sami, það er að rölta um, skoða, sýna sig og sjá aðra. Um þetta segir Kristín: Eg er stundum að reyna að finna mér eitthvað sem mér finnst skemmtilegt að gera um helgar. Þá gái ég í blöðin til að sjá hvað er í boði. Ég hangi stund- um í Smáralindinni eða Kringlunni, ég geri alltof mikið af því. Ég viður- kenni það sjálf. En það er samt svo gaman. Eg labba bara í búðirnar og gái hvað hlutirnir kosta. Stundum fáum við okkur líka að borða.

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.