Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 25
Rjóður
I þessari grein ætla ég að gera grein fyrir
Rjóðri sem er nýr starfsvettvangur þroska-
þjálfa. Eg hef starfað á heimilinu frá því
l.mai 2004, en heimilið var formlega
opnað í mars 2004.
Hvað er Rjóður?
Rjóður er hjúkrunar- hvíldar- og end-
urhæfmgaheimili fyrir langveik og lang-
veik fötluð börn. Rjóður er heilbrigðis-
stofnun sem upphaflega var sett á stofn
með samkomulagi Heilbrigðisráðuneytis,
Landspítalaháskólasjúkrahúss og Velferð-
arsjóðs barna í febrúar 2003.
Rjóður er staðsett á lóð gamla Kópa-
vogshælis. Húsnæðið sem áður hýsti íbúa
deildar 7 var tekið til gagngerðar endur-
nýjunar og er nú í nýuppgerðu og endur-
bættu húsnæði sem hæfir starfseminni vel.
Rjóður er heimiiislegt og tækjakostur á
heimilinu er góður. Staðsetning heimilis-
ins er einnig góð og umhverfið mjög gott
fyrir hjólastóla. A næstu mánuðum verður
garðurinn allur gerður vistlegur, útileik-
föng verða sett upp og sérstöku baðhúsi
með nuddpotti komið fyrir.
Hverjir vinna í Rjóðrinu?
I Rjóðrinu eru 15.4 stöðugildi. Þar
starfa saman hjúkrunarfræðingar, þroska-
þjálfar, myndtherapisti, nuddari, sjúkra-
liðar og ófaglærðir starfsmenn. Einnig er
30% staða læknis og 30% staða sjúkra-
þjálfara. Endurhæfingardeild í Kópavogi
er í samstarfi við Rjóður og þaðan fá börn-
m sjúkraþjálfun og fara í sund á meðan á
dvöl stendur.
Þroskaþjálfar sinna umönnun, hjúkr-
unarþörfum, afþreyingu og tómstundum
barnanna meðan á dvöl þeirra stendur.
Allir starfsmenn eru að feta sig á nýjum
starfsvettvangi og styður starfsfólk hvert
annað í að móta Rjóður, markmið þess,
starfsemina og framtíðarsýn.
Þrír þroskaþjálfar vinna í Rjóðrinu í
samtals 2.1 stöðugildi, en heimilið hefur
þrjú stöðugildi fyrir þroskaþjálfa.
Hvert barn hefur s.k. tengil og sinna
allar starfsstéttir því hlutverki að vera
tengiliðir við börnin. Hver starfsmaður
hefur 2-3 „tenglabörn". Marlunið hvers
tengils er að vera tengiliður milli fjöl-
skyldu barnsins og starfsfólksins í Rjóðr-
inu. Tengilinn fylgist með því að réttar
upplýsingar fylgi barninu, uppfærir upp-
lýsingar um lyfjabreytingar, svefnmynstur,
næringu, hegðun og hvaðeina sem tilheyr-
ir barninu. Hann kemur þessum upplýs-
ingum áleiðis til annarra starfsmanna.
Einnig hefur tengill samband við aðrar
stofnanir, sem barnið er í tengslum við, ef
þess gerist þörf. Það er ekki eingöngu
tengils að annast „sitt“ barn meðan á dvöl-
inni stendur, heldur frekar að hafa greinar-
góðar upplýsingar um barnið svo allir
starfsmenn geti komið að umönnun
barnsins.
Fyrir hvern er Rjóður?
Rjóður er fyrir langveik og langveik
fötluð börn á aldrinum 0-18 ára af öllu
landinu. I dag eru milli 50-60 börn sem
koma til dvalar í Rjóðrinu.
Rjóður er fyrir börn með ýmiskonar
fatlanir og sjúkdóma, má þar nefna:
■ Börn með ýmsar fatlanir, andlegar eða
líkamlegar
* Börn með einkenni frá heila og tauga-
kerfi
■ Börn með vöðva- og taugasjúkdóma
■ Börn með ýmsa sjaldgæfa sjúkdóma
sem hafa mikla þörf fyrir umönnun og
hjúkrun.
@ Börn sem koma til endurhæfmgar eft-
ir slys
Dvalartími barnanna er breytilegur og
fer eftir þörfum barnsins og fjölskyldu
þess. Flest dvelja börnin annaðhvort í 3
Sigríður Gísladóttir, þroskaþjálfi.
eða 4 daga. I Rjóðrinu eru skiptidagar á
föstudögum og þriðjudögum og þá eru
börn ýmist að koma eða fara. I nokkrum
tilvikum er barn þó lengur jafnvel í 2-3
vikur. Þau börn sem dvelja svo lengi eru
venjulega börn sem búa út á landi og
koma þá sjaldnar til dvalar. Foreldrar geta
dvalið hjá barninu sé þess óskað. I Rjóðri
eru pláss fyrir 8 börn í einu, en einnig eru
1-2 neyðarpláss.
Börn sem ekki búa á höfuðborgar-
svæðinu koma gjarnan í tengslum við
heimsóknir til lækna, vegna hjálpartækja
eða athugunar á Greiningar- og ráðgjafar-
stöð ríkisins.
Dvalartími barnanna er skipulagður 3
mánuði fram í tímann. En auk þess er gert
ráð fyrir að hægt sé að taka við einu til
tveimur börnum vegna bráðra veikinda
eða sem framhald af sjúkrahúsvist.
Hvernig fá börn dvöl í Rjóðrinu?
Beiðnir um innlagnir koma frá lækn-
um og eru sendar innlagningarteymi.
Teymið er skipað tveimur hjúkrunarfræð-
ingum, einum lækni og einnig situr
þroskaþjálfi fundi teymisins. Á fundum
teymisins er farið yfir nýjar tilvísanir og
hver umsókn metin fyrir sig. Ef barnið
telst skjólstæðingur Rjóðurs er því og fjöl-
skyldunni boðið í heimsókn, barnið fær
tengil sem tekur niður upplýsingar og
skipuleggur aðlögun barnsins í samræmi
við óskir foreldra. I framhaldi af aðlögun
eru frekari dvalir ákveðnar. Áhersla er lögð
á gott foreldrasamstarf. Foreldrum er vel-
komið að dvelja eins mikið eins og þau