Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 32

Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 32
Sjálfsákvörðun — fyrir alla! „Hver er sinnar gœfu smiður... segjum við og í mínum skilningi þýðir það að hver og einn eigi að nýta það sem honum er gefið, grípa tækifærin sem honum bjóð- ast og njóta lífsins eins og hann getur. En hvað með þjónustunotendur okkar? Geta þeir þetta líka? Já, segja Michael Wehmeyer, prófessor við Háskólann í Kansas, og samstarfs- menn, sem hafa tileinkað vinnu sína auk- inni sjálfsálcvörðun fatlaðs fólks, sérstak- lega fólks með þroskahömlun. Ég kynntist hugmyndum þeirra við vinnu að þróunar- verkefninu sem ég vann á lokaönn minni við Þroskaþjálfabraut KHI vorið 2003 og hef ég reynt að vinna eftir þeim í starfi mínu síðan. Hér á eftir langar mig að kynna skil- greiningar á hugtakinu „sjálfsákvörðun11, fjalla um mikilvægi sjálfsákvörðunar fyrir fólk með þroskahömlun og gefa innsýn í kenningar Wehmeyer og samstarfsmanna um þetta efni með það að leiðarljósi að opna umræðu og hvetja þroskaþjálfa til þess að vinna markvisst að aukinni sjálfsá- kvörðun þjónustunotenda. Hvað er sjálfsákvörðun? Hvað er það sem drífur okkur áfram í Iífinu? Hvað er það sem hvetur okkur áfram, gerir það að verkum að við stefnum að einhverju, að við náum árangri eða lær- um af mistökum okkar? Jú, við eigum oklcur drauma, við leitum innra með okk- ur hvað okkur langar til þess að gera, við veljum oldcur nám, atvinnu, tómstunda- iðju, við lærum það sem okkur langar til að vita, við setjum okkur markmið og tök- umst á við ýmis verkefni til þess að öðlast lífshamingju og búa við þau lífsgæði sem við sættum okkur við. Við náum árangri vegna þess að við búum yfir færni til að mynda okkur fram- tíðarsýn, færni til að velja og taka ákvörð- un, til að taka áhættu, til að ráða fram úr verkefnum og vandamálum, við lærum að þekkja okkur, lærum að treysta á olckar færni, klöppum oldcur sjálfum á öxlina og verjum oklcar málstað. En allt þetta er einmitt það sem Weh- meyer og samstarfsmenn Icalla sjálfsá- kvörðun, {Self-determinatiorí), og segja þeir að í gegnum ævina náum við þroska í sjálfsákvörðun alveg eins og hreyfiþroslca, málþroska, vitsmunaþroska og félags- þroska.<4). Sjálfsákvörðun - fyrir alla? En fóllc með þroslcahömlun hefur oft farið á mis við að öðlast þessa færni og þennan þroslca. Valmöguleilcar fólks með þroskahömlun eru oft mjög talcmarlcaðir í samanburði við möguleika ófatlaðs fóllcs. Það er reynsla margra að lífi þeirra er stjórnað af öðrum og þeir upplifa lítið af tækifærum til þess að taka álcvarðanir út frá eigin áhugamálum og hæfileikum. Allt of margir eru háðir foreldrum, þjónustu- veitendum eða félagslegum kerfum.(2) I þessu samhengi er oft talað um sjálfsákvörðunarrétt, þ.e. rétt fatlaðs fóllcs til þess að stjórna eigin lífi. „Eldcert um okkur án okkar“ ("Nothing about us witbout us") var einmitt stefna Evrópuárs fatlaðra 2003. En það dugar ekki að veita fötluðu fóllci lagalegan rétt til sjálfsákvörðunar. Það þarf einnig að huga að því að gefa því tækifæri á að öðlast nauðsynlega þekkingu og færni til þess að það geti nýtt sér þenn- an rétt. Þess vegna er einnig talað um efl- ingu eða empowerment, þ.e. að aulca möguleika fólks með þroskahömlun til þess að stjórna eigin lífi. Wehmeyer segir að hver maður hafi möguleika til þess að öðlast sjálfsákvörðun á sínum forsendum. Ruth Jörgensdóttir Rauterberg Milcilvægt sé að fatlað fólk finni innri hvatningu, læri að það hafi eitthvað að segja í sínu lífi, læri að meta sjálft sig og ákveði hvað það vilji fá út úr lífinu.(2) Sjálfsákvörðun er innri hvatning Eins og fram kemur hér að ofan hefur innan þróunarsálfræðinnar verið horft á sjálfsákvörðun sem einhverskonar innri drifkraft. Sjálfsákvörðun á þá við innri þörf mannsins til þess að gera vel, til þess að efla eigin frammistöðu út af innri hvatningu án þess að fá utanaðkomandi verðlaun fyrir það. Samkvæmt þeim hug- myndum er innri hvatningin sú orkuupp- spretta sem gerir það að verkum að börn þroskast, að við getum lært á meðan við lifum, hún er sú innfædda og eðlilega til- hneiging að fylgja áhugamálum okkar og nýta hæfileika oklcar, sú tilhneiging sem lætur okkur reyna að gera vel og ná sem bestum árangri.(2,4) Hvað gerir árangursríkt fólk? Einnig hefur sjálfsákvörðun verið skil- greind sem persónueinkenni og þá sem einkenni fólks sem nær árangri. Árangurs- ríkt fólk veit, hvað það vill og ber sig eftir því. Það ákveður markmið, setur sér tímaramma, þróar leiðir til þess að ná markmiðum, skilgreinir haginn sem felst í því að ná markmiðunum, losar sig við það sem hefur hindrandi áhrif og tekur saman við þá sem hafa svipuð markmið og styrk-

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.