Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 5

Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 5
rannsóknum og þróunarstafi sem er horn- steinn faglegra framfara bæði á sviði hag- nýtrar þroskaþjálfunar sem og á sviði vís- indalegra rannsókna. A síðustu vikum hefur Þroskaþjálfafé- lag Islands gengið frá kjarasamningum við viðsemjendur sína. Að þessu sinni gekk samningsgerðin án átaka og án aðkomu sáttasemjara ríkisins. Það er vissulega mikil breyting frá síðustu samningum en þá þurftu þroskaþjálfar að sækja réttlátar kröfur sínar með löngum verkföllum bæði við ríki og Reykjavíkurborg. I nýgerðum samningum við ríki var Þroskaþjálfafélag- ið þátttakandi í viðtæku samfloti aðildar- félaga Bandalags háskólamann um kjara- samninga en slíkt hefur eleki verið gert áður af hálfu bandalagsins. Það er mat flestra að um sé að ræða tímamótasamn- ing þar sem ekki aðeins var sameinast um breytt launakerfi heldur staðið saman að samningum sem stuðla að bættum kjör- um lægstlaunuðu stéttanna innan BHM og jöfnun launakjara karla og kvenna. Með þessum samningi er þeim mikilvæga áfanga náð að launakjör þroskaþjálfa eru orðin sambærileg launakjörum annarra stétta sem hafa sambærilega menntun. Af framangreindu má ráða að þroska- þjálfastéttin hefur gengið í gegnum mild- ar breytingar og öra þróun frá upphafsár- um sínum. Menntunin hefur lengst og eflst og starfsvettvangurinn er afar ólílcur því sem var. Hvernig framtíðin verður á eftir að koma í ljós. Flest á eflaust eftir að breytast, það liggur í hlutarins eðli og þroskaþjálfar fara ekki varhluta af því. Það er þó von mín og trú að þroskaþjálfar eigi hér eftir sem hingað til nána samferð með þjónustunotendum sínum og standi fastir á hugmyndafræði sinni sem grundvölluð er í reglugerðinni um störf, starfsvettvang og starfshætti þeirra sem og í siðareglum stéttarinnar. Eg óska öllum þroskaþjálfum til ham- ingju með afmælið og vonast til að sjá sem flesta í afmælishófinu þann 18. maí n.k. Tekið saman af Hrönn Kristjánsdóttur þroskaþjálfa í tilefni af 35 ára afmæli þroskaþjálfastéttarinnar þann 18. maí 2000. -* 1958 var Gæslusystraskóli Islands stofnaður á Kópavogshæli. Upphaflegt hlutverk skólans var fyrst og fremst að bæta úr brýnni þörf fyrir sérmenntað starfsfólk til að annast hina fötluðu íbúa Kópavogshælis (nú Landspítalinn í Kópavogi). Inntökuskilyrði í skólann var gagnfræðapróf eða hliðstæð mennt- un og að hafa náð 18 ára aldri. Forstöðumaður hælisins var jafnframt yfir- maður skólans og kennarar voru fagfólk á stofnuninni. Námið, sem var snið- ið að danskri fyrirmynd, var bóklegt og verklegt samhliða í tvö heil ár. Inni- hald námsins var umönnun og gæsla vangefinna. Bókleg kennsla fór fram á skrifstofu forstöðumanns og verkleg kennsla fór fram á deildum hælisins undir leiðsögn hjúkrunarfræðings. Mikil áhersla var lögð á verklega þátt námsins og fengu nemendur greidd laun á námstímanum samkvæmt lægsta Sóknartaxta. Nemendur gengu í sérstökum búningi sem var blár kjóll með hvítri svuntu og á höfði báru þeir hvítan kappa með blárri rönd. Blái búning- urinn gaf það til kynna að viðkomandi var nemandi en að námi loknu fengu gæslusystur hvíta sloppa og hvítan kappa. Algengt var að starfsfólk byggi á stofnuninni og á fyrstu árum skólans bjuggu flestir nemendurnir þar. Á þess- um tíma var litið á fatlað fólk sem sjúklinga og bar þjónustan öll merki þess, læknar og hjúkrunarfólk voru í æðstu stöðum á stofnuninni. í gildi voru lög um fávitahæli frá 1936 undirrituð af Kristjáni tíunda Danakonungi. -» 1960 útskrifuðust fyrstu gæslusysturnar frá Gæslusystraskóla íslands. í fyrsta árgangi skólans voru tveir nemendur en ári síðar voru þeir þrír. Eftir þvi sem nemendum fjölgaði í skólanum færðist bóklega kennslan í sérstofu í skrif- stofubyggingu stofnunarinnar en verklegi hlutinn var áfram á deildum hæl- isins. Kópvogshælið var aðalstarfsvettvangur gæslusystra fyrstu árin en síðan varð starfsvettvangurinn einnig á öðrum stofnunum fyrir vangefna eftir því sem þeim var komið á fót. -» 1962 var starfsheitið gæslusystir samþykkt. Starfsmannahús á lóð hælisins var tekið í notkun, en við það lagðist niður að nemendur, gæslusystur og annað starfsfólk byggju í sama húsnæði og aðrir íbúar hælisins. asttir URSOGU ÞROSKAÞJÁLFASTÉTTARINNAR krifstofa íslands er á annarri hæð að Hamraborg l í Kópavogi. Skrifstofan er opin frá kl. 9-12 Sími félagsins er 564 0225 Símbréf eru send í 564 0226 Vefsíða: www.throska.is Tölvupóstur: throska@throska.is

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.