Veiðimaðurinn - 2024, Page 9

Veiðimaðurinn - 2024, Page 9
fram. Mest sé hann í Þverá/Kjarrá, þar sem hann hafi um skeið annast matseldina. Kokkar sem hafa horfið „Þar byrjaði maður sinn veiðiferil og veiði- húsaferil. Þar var ég að vinna í nokkur ár. Það sem hefur kannski bjargað manni og gert að verkum að maður hefur enst svo lengi í þessu er að ég er ekki alveg sjúkur veiðimaður. Maður hefur heyrt sögur af kokkum sem hafa bara horfið. Þá eru þeir einhvers staðar að stelast. Maður er ekki í því,“ undirstrikar Viktor. Fyrirtæki Viktors og Hinriks samstarfs- manns hans skiptist annars vegar í Lúx veitingar og hins vegar í Sælkerabúðina. Það hefur gert samning fyrir þetta eina komandi sumar í Langá um matseldina og aðra þjónustu í húsinu. „Við tökum bara eitt ár til að byrja með og svo erum við bara opnir,“ svarar Viktor um mögulega framlengingu. Sjálfir verða þeir Hinrik að sögn Viktors að einhverju leyti á staðnum í sumar en alls verða þrír til fjórir starfsmenn frá þeim hverju sinni í veiðihúsinu. Þannig að um talsverða útgerð er að ræða. Viktor Andrésson og samstarfsfélagi hans Hinrik Lárusson sem er nýkrýndur kokkur ársins bera ábyrgð á matargerðarlistinni í Langárbyrgi í sumar. Mynd/TH Veiðimaðurinn 9

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.