Veiðimaðurinn - 2024, Blaðsíða 98

Veiðimaðurinn - 2024, Blaðsíða 98
m.a. með harðorðri umsögn í samráðs- gátt stjórnvalda þar sem nýtt lagafrum- varp um fiskeldi var til umsagnar. Afstaða sjálfra félagsmanna er afdráttarlaus, því í viðhorfskönnun á haustdögum sögðust 86% félagsmanna andvíg fiskeldi í opnum sjókvíum. Rafrænar veiðibækur Árið 2023 var tekin upp rafræn veiðiskrán- ing. Hafrannsóknarstofnun (Haf og vatn) setti upp rafræna veiðibók af því tilefni og hvatti veiðifélög til að nota rafræna skráningu frekar en veiðibækur. Það var sem sagt samkomulag veiðiréttareiganda og SVFR hvernig skráningu yrði háttað á svæðum félagsins. SVFR gerði samning við Angling IQ á flestum svæðum félags- ins. Sum veiðisvæði kusu þó að nýta sér þjónustu Hafs og vatns og önnur kusu gömlu veiðibækurnar og vildu sjálf færa gögnin yfir á rafrænt form eftir veiðitíma- bilið. Umsóknarferli og úthlutun veiðileyfa Úthlutun veiðileyfa fyrir komandi sumar gekk afburðavel. Eftirspurn meðal félags- manna var almennt mikil en vinsældir ánna á höfuðborgarsvæðinu voru sérlega eftirtektarverðar. Þannig slógu Elliðárnar öll met, því í fyrsta sinn voru umsóknirnar fleiri en stangirnar sem voru í boði. Mun- aði reyndar miklu, því alls sóttu 902 ein- staklingar um 778 dagsparta. Í nokkrum tilvikum bárust yfir 30 umsóknir um ein- staka vaktir, þar sem aðeins eru sex stangir í boði. Samkvæmt venju réðst úthlutun á útdrætti, þar sem framkvæmdin er orðin slípuð og mjög gagnsæ. Gríðarleg eftir- spurn var um haustdagana í Haukadalsá, enda metveiði í september í fyrra, að auki var mikil ásókn í leyfi í Miðá, Flekkudalsá, Gljúfurá og Gufudalsá. Þá er endurbókunarhlutfall hátt þetta árið, t.d. í Mývatnssveit, Sandá og víðar, og rekstrarhorfur því ágætar. Eins og áður sagði hefur hins vegar dregið úr ásókn þeirra erlendu veiðimanna sem hafa keypt dýrustu leyfin og því er ljóst að fram undan er talsverð vinna við sölu á þeim leyfum. Sögunni komið í skjól Á 85 ára æviskeiði SVFR hafa orðið til margvísleg gögn með heimildargildi, t.d. fundargerðabækur, ljósmyndir og aðrar heimildir um starfsemina. Félagið hefur lagt áherslu á varðveislu þessara gagna, þótt aðstæður hafi stundum verið bágar, og hefur nú samið við Borgarskjalasafn Reykjavíkur um vörslu þeirra. Þá samdi félagið við Landsbókasafnið um yfirfærslu Veiðimannsins á stafrænt form og þannig er þetta merka tímarit aðgengilegt öllum án endurgjalds á vefnum timarit.is. Þannig má segja að sögu SVFR hafi verið komið í gott skjól, til varðveislu við bestu aðstæður um ókomna tíð. Lokaorð Það styttist í vor og margir félagsmenn SVFR eru komnir með fiðring í magann. Eins og veiðimanna er von og vísa horfir stjórn SVFR bjartsýn fram á veginn og væntir góðs sumars, hvort sem veiðitölur verða háar eða lágar. Við þökkum fyrir liðið starfsár. 98 Skýrsla stjórnar SVFR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.