Veiðimaðurinn - 2024, Blaðsíða 96

Veiðimaðurinn - 2024, Blaðsíða 96
kjölfar þess fylgdu erfið rekstrarár, þar sem skuldbindingar félagsins og tekjur þróuðust með ólíkum hætti og eigið fé varð um tíma neikvætt. Það er mikið fagnaðarefni að SVFR hafi náð fyrri styrk, enda gerir það félaginu kleift að þjónusta félagsmenn enn betur, halda verði veiðileyfa í lágmarki og efla samfélag veiðimanna. Hitt er ljóst að áfram þarf að halda fast um stjórnartaum- ana, enda eru skuldbindingar félagsins miklar og samdráttur í eftirspurn getur haft skjót áhrif á efnahag þess. Þannig eru blikur á lofti fyrir komandi sumar, þar sem erlendir veiðimenn munu ekki skila sér til Íslands í sama mæli og áður, en þeir hafa verið mikilvægir viðskipta- vinir um langt skeið. Stjórn mun fylgjast náið með þróun mála á næstu vikum og bregðast við ef aðstæður krefjast til að verja hagsmuni SVFR. Rekstur SVFR ehf. var með svipuðu sniði og undanfarin ár, en einkahlutafélagið heldur utan um og selur alla þjónustu sem félagið selur meðfram veiðileyfasölu, svo sem gistingu og leiðsögn. Veiðkortið SVFR ehf. er einnig helmingseigandi að Veiðikortinu, sem er frábær valkostur fyrir hvern þann sem kýs að veiða í vötnum fyrir lítið. Sala Veiðikortsins gekk vel á síðasta ári og ágætur hagnaður var af rekstri þess. Sumarið 2023 höfðu kort- hafar aðgang að 37 veiðivötnum um allt land, m.a. Hítarvatni, sem hafði ekki verið hluti af Veiðikortinu um nokkurra ára skeið. Í fyrsta sinn var boðið upp á raf- rænt veiðikort, sem notendur gátu hlaðið niður í símtækið sitt og framvísað í stað hefðbundna plastkortsins. Margir nýttu sér þessa nýjung og búast má við auknum vinsældum hennar á komandi sumri. Samstíga stjórn Formlegir stjórnarfundir á liðnu starfs- ári voru 20 talsins, en auk þeirra voru ótal smærri fundir haldnir með viðsemj- endum og öðrum hagsmunaaðilum, sem og óformlegir smærri fundir vegna til- tekinna verkefna o.fl. Stjórnarstörf gengu afar vel, þar sem stjórnarmenn voru sam- stíga í flestum málum og mikið traust ríkti innan stjórnarinnar. Skiptar skoðanir voru að sjálfsögðu á ýmsum málum en í öllum tilvikum fékkst niðurstaða á mál- efnalegan hátt, sem stjórn stendur heils hugar bak við. Samningar um ársvæði Lítið var um útboð á veiðisvæðum á síð- asta rekstrarári og svo virðist sem ákveðið jafnvægi ríki á markaðnum. Félagið tók ekki þátt í neinu útboði á nýafstöðnu ári en endurnýjaði samninga um nokkur veiði- svæði, til að mynda Flekkudalsá, Laugar- dalsá og Miðá. Þá tókust samningar um að SVFR annaðist sölu veiðileyfa í landi Sels við Brúará, en það er skemmtilegt og krefjandi veiðisvæði sem félagsmenn fá nú gott tækifæri til að kynnast. Húsnæðismál Talsverðar framkvæmdir hafa verið á reit Orkuveitunnar undanfarin ár, þar sem 96 Skýrsla stjórnar SVFR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.