Veiðimaðurinn - 2024, Blaðsíða 95
voru gjöfulustu veiðistaðirnir, með 41 lax,
en Bjarnadalshylur gaf 37 laxa. Aflahæsta
flugan var Sunray Shadow, þar á eftir rauð
Frances keila og þar á eftir hefðbundinn
rauður Frances. Sjö hnúðlaxar veiddust í
Sandá sumarið 2023.
Urriðasvæðin
Laxá í Mývatnssveit og Laxá í Laxárdal
hafa runnið undir merkjum SVFR frá
sumrinu 2009. Rekstur svæðanna gekk
erfiðlega fyrstu árin, þar sem eftirspurn
var undir væntingum og tekjur stóðu ekki
undir skuldbindingum félagsins. Smám
saman fjölgaði þó aðdáendum svæðanna
og nú er svo komið að færri komast að en
vilja. Eftirspurnin er sýnu meiri í Mývatns-
sveit, en veiðimönnum hefur líka fjölgað
mjög í Laxárdal, þar sem stór áfangi náðist
á liðnu sumri, þegar veiðin fór yfir þús-
und fiska í fyrsta sinn um langt skeið.
Þar hefur félagið bryddað upp á ýmsum
nýjungum, m.a. sérstökum fræðsluhollum
undir forystu Caddis-bræðra, sem hafa
notið mikilla vinsælda. Ástríða þeirra og
þekking á svæðinu hefur þannig smitast
til fjölmargra annarra, sem munu halda
áfram að auka þekkinguna á komandi
árum. Veiðin í Laxárdal á síðasta sumri
var 1.050 fiskar, en hún hefur verið á bilinu
600 til 800 fiskar á undanförnum árum.
Í Mývatnssveit var veiði sömuleiðis með
allra mesta móti og fer veiðisumarið 2023
í sögubækurnar sem eitt besta ár frá upp-
hafi skráninga. Veiðin hófst með miklum
látum og segja má að fyrsta vaktin hafi
gefið tóninn fyrir sumarið, því þegar yfir
lauk höfðu 4.783 silungar verið skráðir í
veiðibók. Uppistaða veiðinnar er urriðar þó
að alltaf veiðist einnig nokkuð af bleikju.
Meðallengdin reyndist vera rúmlega 48
cm, en fiskurinn hefur stækkað mikið frá
því sem áður var og nú þykir varla frétt-
næmt að veiða 70 cm fisk í Mývatnssveit
– sem áður var nánast óþekkt.
Gufudalsá
Eins og mörg undanfarin ár seldust veiði-
leyfi í Gufudalsá upp. Svæðið er sérstak-
lega eftirsótt hjá fjölskyldum, þar sem kyn-
slóðirnar geta veitt saman og bæði börn
og fullorðnir fá notið sín. Aðstæður voru
hins vegar erfiðar sumarið 2023, þar sem
mikil þurrkatíð og tilheyrandi vatnsleysi
setti mark sitt á svæðið. Að sögn heima-
fólks kom ekki dropi úr lofti í tvo mánuði
og veiði var lítil á aðalveiðitímanum, frá
miðjum júlí og fram í ágúst. Heildarveiði
var því umtalsvert minni en árið áður, eða
460 silungar og sex laxar.
Rekstur og önnur mál
Rekstur SVFR gekk vel á síðasta rekstrar-
ári. Heildartekjur félagsins námu 644,5
milljónum króna og hagnaður af rekstr-
inum var 40,6 milljónir. Þetta er þriðja árið
í röð sem SVFR skilar góðum rekstraraf-
gangi og er staða félagsins því orðin sterk.
Nokkrir samverkandi þættir skýra bætta
afkomu SVFR. Ber helst að nefna aga í
rekstri félagsins, bætta innheimtu- og
skráningarferla, öflugt starfsfólk, fjölgun
félagsmanna og góða sölu veiðileyfa.
Árangur undanfarinna ára hefur styrkt
stöðu SVFR mjög, þar sem eigið fé félags-
ins er loksins orðið svipað í krónum talið
og það var fyrir efnahagshrunið 2008. Í
Veiðimaðurinn 95