Veiðimaðurinn - 2024, Side 47

Veiðimaðurinn - 2024, Side 47
einkrækjur og missti ekki oft fisk. Ég trúi því að þær festist betur og haldi betur þó að ég geti ekki verið alveg viss. Þetta voru alltaf frekar stórar flugur miðað við það sem notað er í dag, í stærðum 10, 8 og 6 og jafnvel stærri. Við veiddum alltaf á svo öfl- ugar stangir að stærð og þyngd flugunnar skipti ekki máli. Fyrstu flugurnar sem ég fékk frá pabba voru með lykkju úr görn fyrir auga og þættu ekki líklegar í dag. Mín uppáhaldsfluga er og verður Munro Killer. Ég veiddi mikið með Bretum sem ég þekkti og gegnum þá kynntist ég þáverandi formanni Atlantic Salmon Trust og hann gaf mér í kurteisisskyni flugur hnýttar af fantaflinkum skoskum hnýtara, henni Megan Boyd. Þessar flugur voru Munro Killer einkrækjur í stærð 10 og 12 og ég veiddi á þær þangað til þær voru allar alveg búnar. Ég hafði enga ástæðu til að eiga þær í safni, mér finnst sjálfsagt að veiða á þær af virðingu við Megan Boyd. Hún hefur verið ansi klár hnýtari því flug- urnar entust vel. Eftir þetta hefur Munro verið mín uppáhaldsfluga. Og ef ég kasta Squirmy í hyl í einhverju þroti og fæ lax, þá skrái ég hann á Munro Killer!“ bætir Jón við og hlær prakkaralega. Kvikmyndagerð Þegar þetta er skrifað hefur Jón verið við veiðar í meira en sjö áratugi. Hann lærði rafmagnstæknifræði og síðan kvikmynda- gerð hjá danska sjónvarpinu og vann hjá Ríkissjónvarpinu þegar það byrjaði. Á þessum tíma eignaðist hann kvikmynda- vél og fór að gera sitt eigið efni og mynda og svo fór að kvikmyndagerð varð ævi- starf hans. „Ég gerði meðal annars myndir um veiði sem hafa verið sýndar hér í sjónvarpi og víðar. Má nefna Fiskur á færi, Fighters og Will There Be Salmon Tomorrow? fyrir The Atlantic Salmon Trust.“ Með Art Lee í Aðaldal Jón hefur kynnst og veitt með fjölda veiði- manna gegnum árin, bæði innlendum og erlendum. Hann veiddi lengi með Bretum og einnig Bandaríkjamönnum sem sóttu Laxá heim. Einn af þeim var hinn frægi veiðimaður Art Lee. „Við störf mín kynntist ég Art Lee gegnum Dan Rather, sem ég vann með fyrir 60 Minutes í Bandaríkjunum fyrir löngu. Dan og Art Lee þekktust og þegar Art kom til veiða í Laxá fór ég með. Ég man eitt sinn að við erum við Hólma- vaðsstíflu og Art er úti í á að kasta og ég að mynda, þá kemur Kristján bóndi á Hólma- vaði að og sest hjá mér. Við sátum góða stund og fylgdumst með Art kasta með bambustvíhendunni án þess að verða var þegar Kristján segir við mig: „Jón, vilt þú ekki bara prófa? Það gengur ekki neitt hjá honum.“ Þá tek ég karbonstöngina mína og fer vel upp fyrir Art, þangað sem er eiginlega ekki veiðistaður. Eftir þrjú köst er ég búinn að setja í lax og landa 10 punda fiski. Það sem eftir lifði dags veiddi Art aðeins með minni stöng, sem hann fékk að láni og skilaði ekki fyrr en að kvöldi. Veiðimaðurinn 47

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.