Veiðimaðurinn - 2024, Blaðsíða 12

Veiðimaðurinn - 2024, Blaðsíða 12
Nú geta fleiri sofið einir í Langárbyrgi „Það er alltaf að aukast að menn vilja jafnvel ekki deila herbergi. Nú hafa við- komandi þann valkost að uppfæra og fara í einkaherbergi gegn því að greiða aukaþóknun,“ segir Ingimundur Bergs- son, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, um notagildi nýrrar viðbygg- ingar við veiðihúsið Langárbyrgi í Langá. Í nýju álmunni eru sex svefnherbergi fyrir veiðimenn á efri hæð og geymsla og þrjú til fjögur herbergi á neðri hæð ætluð staðarhaldaranum og öðru starfsfólki í veiðihúsinu. Sofa ekki hjá ókunnugum Tímarnir eru að sögn Ingimundar að breytast að því leyti að veiðimenn hafa æ meiri væntingar um þægindi og aðbúnað í veiðihúsum. „Kröfurnar verða alltaf meiri og meiri varðandi húsakost. Í hjónahollum eru hjón saman í herbergi en oft er það þannig, til dæmis þegar fyrirtæki eru að bjóða í veiði, að mönnum sem þekkjast ekki finnst óþægilegt að deila herbergi,“ útskýrir Ingi- mundur. Menn hvílist líka betur þannig og séu upplagðari fyrir það sem allt snýst um; veiðina sjálfa. „Það er betra að þeir sem hrjóta mikið geti verið sér á báti,“ bendir hann á. Hingað til hafa verið tólf herbergi fyrir veiðimenn í Langá en nú verða þau átján. Áfram halda umbætur í veiðihúsinu Langárbyrgi við Langá. Sex svefnherbergi í nýrri viðbyggingu þýða að betur er hægt að mæta vaxandi kröfum veiðimanna um einstaklingsherbergi, að sögn Ingimundar Bergs- sonar, framkvæmdastjóra SVFR. Eɷir Garðar Örn Úlfarsson 12 Nú geta fleiri sofið einir í Langárbyrgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.