Veiðimaðurinn - 2024, Blaðsíða 50
„Mig minnir að þetta hafi verið á sunnu-
degi um miðjan ágúst árið 1975 að Kolla
konan mín var nýbúin að elda uppáhalds-
réttinn minn, saltaða nautatungu með
brúnuðum kartöflum og piparrótarsalati.
Þá hringir síminn og á línunni er Hús-
víkingur sem spyr hvort ég hefði áhuga
á að skreppa norður og veiða einn dag í
Laxá. Ég var ekki lengi að svara og þáði
boðið og sagðist fljúga strax á morgun
daginn fyrir veiði. Þegar ég lagði á áttaði
ég mig á því að ég hafði ekki hugsað til
þess að ekki var ég einn í heiminum. Ég
átti líka fjölskyldu, eiginkonu og syni.
Ég sagði Kollu frá boðinu norður og þar
sem hún var nú ýmsu vön í okkar sambúð
sagði hún að ég yrði að fara, annars væri
ég vælandi stanslaust næstu vikurnar.
Ég flaug því til Húsavíkur með kvöld-
fluginu næsta dag og þar tók félagi minn
á móti mér og ók mér rakleitt í veiðihúsið
Vökuholt. Fyrir klukkan sjö morguninn
eftir var Þórður Pétursson, hann Doddi,
mættur á spænska Willys-bílnum sínum
og var ekið beint að Mjósundinu, sem er
fossbrúnin ofan Æðarfossa. Við tókum
bátinn sem þar var og rerum út á sundið.
Ég verð nú að segja að þar fór alltaf um
mig örlítil hræðslutilfinning, enda ekkert
grín að fara í báti þar fram af. Ég kastaði
niður að fossbrúninni og fljótlega var
tekið hart á, enda geta fiskar verið vænir
í Laxá. Það tók nokkra stund að lempa
fiskinn ofar í hylinn en Doddi þekkti tökin
betur en flestir og reri vel. Mig minnir að
baráttan við þennan lax hafi tekið korter
eða aðeins lengur, en á endanum kom á
land vænn 20 pundari. Lítið vissi ég þá
að þetta var bara byrjunin.
Við Doddi keyrðum nú upp með ánni og
nú var veitt milli hólma fyrir ofan brúna
á þjóðveginum. Klukkan var rúmlega
níu og því nægur tími fyrir hvíld. Þarna
náðust tveir fiskar í mynninu, sá fyrri
„Baráttan var ekki löng, eða um 10 mínútur.
Á land kominn losaði þessi fiskur fimmtán
pund. Það munar öllu að vera með vanan
mann með sér við Laxá!“
50 50 kíló af laxi í yfirvigt