Veiðimaðurinn - 2024, Qupperneq 50

Veiðimaðurinn - 2024, Qupperneq 50
„Mig minnir að þetta hafi verið á sunnu- degi um miðjan ágúst árið 1975 að Kolla konan mín var nýbúin að elda uppáhalds- réttinn minn, saltaða nautatungu með brúnuðum kartöflum og piparrótarsalati. Þá hringir síminn og á línunni er Hús- víkingur sem spyr hvort ég hefði áhuga á að skreppa norður og veiða einn dag í Laxá. Ég var ekki lengi að svara og þáði boðið og sagðist fljúga strax á morgun daginn fyrir veiði. Þegar ég lagði á áttaði ég mig á því að ég hafði ekki hugsað til þess að ekki var ég einn í heiminum. Ég átti líka fjölskyldu, eiginkonu og syni. Ég sagði Kollu frá boðinu norður og þar sem hún var nú ýmsu vön í okkar sambúð sagði hún að ég yrði að fara, annars væri ég vælandi stanslaust næstu vikurnar. Ég flaug því til Húsavíkur með kvöld- fluginu næsta dag og þar tók félagi minn á móti mér og ók mér rakleitt í veiðihúsið Vökuholt. Fyrir klukkan sjö morguninn eftir var Þórður Pétursson, hann Doddi, mættur á spænska Willys-bílnum sínum og var ekið beint að Mjósundinu, sem er fossbrúnin ofan Æðarfossa. Við tókum bátinn sem þar var og rerum út á sundið. Ég verð nú að segja að þar fór alltaf um mig örlítil hræðslutilfinning, enda ekkert grín að fara í báti þar fram af. Ég kastaði niður að fossbrúninni og fljótlega var tekið hart á, enda geta fiskar verið vænir í Laxá. Það tók nokkra stund að lempa fiskinn ofar í hylinn en Doddi þekkti tökin betur en flestir og reri vel. Mig minnir að baráttan við þennan lax hafi tekið korter eða aðeins lengur, en á endanum kom á land vænn 20 pundari. Lítið vissi ég þá að þetta var bara byrjunin. Við Doddi keyrðum nú upp með ánni og nú var veitt milli hólma fyrir ofan brúna á þjóðveginum. Klukkan var rúmlega níu og því nægur tími fyrir hvíld. Þarna náðust tveir fiskar í mynninu, sá fyrri „Baráttan var ekki löng, eða um 10 mínútur. Á land kominn losaði þessi fiskur fimmtán pund. Það munar öllu að vera með vanan mann með sér við Laxá!“ 50 50 kíló af laxi í yfirvigt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.