Veiðimaðurinn - 2024, Side 88

Veiðimaðurinn - 2024, Side 88
Skýrsla stjórnar SVFR V eiðitímabilið 2023 var um margt merkilegt. Áhugi veiðimanna var þó með mesta móti, sala veiði- leyfa var góð og í sumarbyrjun fóru margir vongóðir til veiða. Fljúgandi start var í urriðaveiðinni fyrir norðan og fyrstu fréttir af laxveiðinni voru ágætar. Fljót- lega varð þó ljóst að sumarið yrði þungt og þegar líða tók á sumar urðu margir fyrir vonbrigðum með aflabrögð. Þegar upp var staðið minnkaði laxveiði milli ára í öllum landshlutum nema á Norðurlandi eystra. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hafrann- sóknastofnunar veiddust aðeins 32.300 laxar í íslenskum laxveiðiám sumarið 2023, sem er með því lakasta á öldinni – eða 33% undir meðaltalsveiði frá árinu 2000. Þar lagðist saman mikið vatnsleysi á Suðvestur- og Vesturlandi, lítil laxgengd og afar dræm taka, að hluta vegna álags á fáa hyli þar sem fiskur safnaðist saman í vatnsleysinu. Að því leyti svipaði lax- veiðisumrinu til ársins 2019, sem var það lakasta í nútímasögunni þegar rétt ríflega 29.200 laxar veiddust. Það er reyndar ekkert nýtt að vatna- og veðurfar valdi veiðimönnum ógleði. Í niðurtúrnum er stundum gagnlegt að rifja upp fréttir fyrri tíma og sjá hvernig allt virðist fara í hringi. Slík upprifjun er holl þeim sem telja að heimurinn sé jafnt og þétt til glötunar. Árið 1939 var sögulegt – síðari heimsstyrjöldin hófst í Evrópu, á meðan menningarleg afrek voru unnin í Ameríku – t.d. með útgáfu fyrstu sögunnar um ofur- hetjuna Súperman og frumsýningu Galdrakarlsins í OZ, fyrstu kvikmyndarinnar í lit. Á Íslandi bar það hæst að Stangaveiðifélag Reykjavíkur var stofnað. Á undanförnum 85 árum hefur félagið séð og upplifað margt og í raun kemur fátt á óvart í starfsemi þess, þar sem sagan hefur tilhneigingu til að fara í hringi. 88 Skýrsla stjórnar SVFR

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.