Veiðimaðurinn - 2024, Blaðsíða 65

Veiðimaðurinn - 2024, Blaðsíða 65
fisk vaka rétt við bakkann. Það var örlítið klak í gangi, ég man ekki hvort það var Dröfnumý eða annað, en fiskurinn nýtti sér smá hindrun sem gerði það að verkum að það litla klak sem var að berast niður strauminn hægði á sér á litlum spegli við bakkann. Nafni bauð mér að kasta á hann, sem ég gerði. Vopnaður lítilli svartri þurrflugu kastaði ég og flugan lenti á fínum stað. Hjartað fór að slá hraðar er ég fylgdist með litlu þurrflugunni renna í átt að þeim stað þar sem fiskurinn hafði verið að súpa niður flugur. Það var aukin pressa að hafa nafna minn yfir mér með myndavélina í gangi. Fiskurinn kom upp og tók fluguna og ég var svo spenntur að ég gleymdi öllu sem ég hafði lært um þurrfluguveiði, öllum bænum, allri yfirvegun, og kippti flugunni frá honum á hraða sem litla þurrflugan hlýtur að hafa upplifað sem G4-hröðun og hefði líklega liðið yfir hana með það sama ef hún hefði verið á lífi. Um leið og ég kippti flugunni frá áttaði ég mig á því að fiskurinn var ekki einu sinni að taka mína flugu heldur raunveru- lega flugu sem flaut rétt hjá,“ segir Ólafur Tómas. Einstök tilfinning „Er við komum að Merkjapollum sagði nafni mér að hér myndi ég setja í fyrsta fiskinn minn í Laxárdalnum. Hann reynd- ist sannspár og eftir nokkur köst tók þessi fallegi urriði sem ég landaði eftir feikna baráttu. Það er nú þannig með marga veiðistaði í Laxárdalnum að áin sjálf er ekki alltaf með veiðimanninum í liði og fiskurinn veit það. Reyndir fiskar leita út í harðan straum- inn utan um stór grjót eða stökkva upp í sporðaköstum og hrista sig. Sporðaköstin á grunnu vatni geta verið ævintýraleg. Það er einstök tilfinning að sjá stóra urr- iða fljúga í loftinu og hver vængjasláttur sporðsins skilar sér á svo ótrúlega ein- stakan hátt aftur í stöngina, ólíkt öllu öðru. Þegar veiðimaður upplifir slíka sýningu síðan einsamall er ekki hjá því komist að líta í kringum sig opinmynntur til þess eins að athuga hvort einhver annar „Nafni bauð mér að kasta á hann, sem ég gerði. Vopn- aður lítilli svartri þurrflugu kastaði ég og flugan lenti á fínum stað. Hjartað fór að slá hraðar er ég fylgdist með litlu þurrflugunni renna í átt að þeim stað þar sem fiskurinn hafði verið að súpa niður flugur.“ Veiðimaðurinn 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.