Veiðimaðurinn - 2024, Page 65

Veiðimaðurinn - 2024, Page 65
fisk vaka rétt við bakkann. Það var örlítið klak í gangi, ég man ekki hvort það var Dröfnumý eða annað, en fiskurinn nýtti sér smá hindrun sem gerði það að verkum að það litla klak sem var að berast niður strauminn hægði á sér á litlum spegli við bakkann. Nafni bauð mér að kasta á hann, sem ég gerði. Vopnaður lítilli svartri þurrflugu kastaði ég og flugan lenti á fínum stað. Hjartað fór að slá hraðar er ég fylgdist með litlu þurrflugunni renna í átt að þeim stað þar sem fiskurinn hafði verið að súpa niður flugur. Það var aukin pressa að hafa nafna minn yfir mér með myndavélina í gangi. Fiskurinn kom upp og tók fluguna og ég var svo spenntur að ég gleymdi öllu sem ég hafði lært um þurrfluguveiði, öllum bænum, allri yfirvegun, og kippti flugunni frá honum á hraða sem litla þurrflugan hlýtur að hafa upplifað sem G4-hröðun og hefði líklega liðið yfir hana með það sama ef hún hefði verið á lífi. Um leið og ég kippti flugunni frá áttaði ég mig á því að fiskurinn var ekki einu sinni að taka mína flugu heldur raunveru- lega flugu sem flaut rétt hjá,“ segir Ólafur Tómas. Einstök tilfinning „Er við komum að Merkjapollum sagði nafni mér að hér myndi ég setja í fyrsta fiskinn minn í Laxárdalnum. Hann reynd- ist sannspár og eftir nokkur köst tók þessi fallegi urriði sem ég landaði eftir feikna baráttu. Það er nú þannig með marga veiðistaði í Laxárdalnum að áin sjálf er ekki alltaf með veiðimanninum í liði og fiskurinn veit það. Reyndir fiskar leita út í harðan straum- inn utan um stór grjót eða stökkva upp í sporðaköstum og hrista sig. Sporðaköstin á grunnu vatni geta verið ævintýraleg. Það er einstök tilfinning að sjá stóra urr- iða fljúga í loftinu og hver vængjasláttur sporðsins skilar sér á svo ótrúlega ein- stakan hátt aftur í stöngina, ólíkt öllu öðru. Þegar veiðimaður upplifir slíka sýningu síðan einsamall er ekki hjá því komist að líta í kringum sig opinmynntur til þess eins að athuga hvort einhver annar „Nafni bauð mér að kasta á hann, sem ég gerði. Vopn- aður lítilli svartri þurrflugu kastaði ég og flugan lenti á fínum stað. Hjartað fór að slá hraðar er ég fylgdist með litlu þurrflugunni renna í átt að þeim stað þar sem fiskurinn hafði verið að súpa niður flugur.“ Veiðimaðurinn 65

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.