Veiðimaðurinn - 2024, Blaðsíða 91

Veiðimaðurinn - 2024, Blaðsíða 91
og vatnsbúskapur gerði lítið til að glæða veiðina – jafnvel þótt Langá sé betur varin gegn þurrkum en margar aðrar ár, vegna miðlunar við útfall Langavatns. Aðeins einu sinni yfir veiðitímann fór vikuveiðin yfir 100 laxa, en það var dagana 17.–23. júlí eftir að langþráð rigning hafði hreyft við laxinum. Ástæða er til að geta þess að töluverðar breytingar urðu á sjálfri ánni milli ára vegna mikils klakaburðar í árfarveginum síðasta vetur. Margir veiðistaðir skemmd- ust og sumir urðu nánast óþekkjanlegir, t.d. Bárðarbunga, Hreimsáskvörn og Hóls- breiða. Kann þetta að skýra hversu lítið veiddist á þessum stöðum. Í lok sumars höfðu 709 laxar komið á land í Langá, sem er töluvert undir meðaltali síð- ustu átta ára. Efri Hvítstaðahylur, Breiðan, Strengir, Stórhólakvörn og Hreimsásbreiða voru gjöfulustu veiðistaðirnir árið 2023. Haugur, Silver Sheep og Sunray Shadow gáfu flesta fiska. Sumarið 2023 varð sú breyting í Langá að efsta svæðið svokallaða rann í fyrsta sinn undir merkjum SVFR. Þetta er fjögurra kílómetra langt veiðisvæði frá útfallinu úr Langárvatni niður að Ármótum, sem geymir bæði lax og stóra bleikju. Hafa landeigendur nýtt þetta svæði í eigin þágu þar til nú. Seldir voru stakir dagar frá 1. ágúst og komust færri að en vildu. Langá er eitt af mikilvægustu ársvæðum SVFR. Stangardagarnir eru ríflega 1.100 talsins og fjárhagsleg skuldbinding félags- ins í takt við það. Því er nauðsynlegt að ástand árinnar sé eins gott og frekast er unnt og full ástæða er til að skoða betur möguleika á seiðasleppingum í ána. Þá er brýnt að bæta áfram aðstöðu veiðimanna, dytta að veiðihúsinu og efla þjónustuna. Síðasta vetur var eldhúsið endurnýjað og nú vinnur veiðifélag árinnar að stækkun veiðihússins. Það verður spennandi að sjá nýju viðbygginguna þegar líður að sumri. Miðá Mikið vatn var í Miðá í Dölum við opnun árinnar og frábær stemning. Bæði bleikjan og laxinn voru mætt og opnunarhollið gerði góða veiði. Þótt aðeins séu tvö veiði- sumur liðin frá því að SVFR samdi um veiðirétt í Miðá hafa félagsmenn tekið ástfóstri við ána, enda er vatnasvæðið skemmtilegt og veiðihúsið gott. Miðá getur verið viðkvæm í miklum þurrkum en þrátt fyrir það var júlímán- uður með besta móti. Vatnsleysi hafði veruleg áhrif á veiðina í ágúst en með rigningu í september varð lokasprettur- inn góður. Þannig var vikuveiðin mest 18.–24. september, sem gjarnan er frábær tími í ánni. Alls veiddust 144 laxar í Miðá sumarið 2023, sem var 10 löxum meira en árinu áður. Þá komu 192 sjóbleikjur á Ár Fjöldi laxa 2023 709 2022 1077 2021 832 2020 1086 2019 659 2018 1635 2017 1701 2016 1433 Laxveiði í Langá Veiðimaðurinn 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.