Veiðimaðurinn - 2024, Side 91

Veiðimaðurinn - 2024, Side 91
og vatnsbúskapur gerði lítið til að glæða veiðina – jafnvel þótt Langá sé betur varin gegn þurrkum en margar aðrar ár, vegna miðlunar við útfall Langavatns. Aðeins einu sinni yfir veiðitímann fór vikuveiðin yfir 100 laxa, en það var dagana 17.–23. júlí eftir að langþráð rigning hafði hreyft við laxinum. Ástæða er til að geta þess að töluverðar breytingar urðu á sjálfri ánni milli ára vegna mikils klakaburðar í árfarveginum síðasta vetur. Margir veiðistaðir skemmd- ust og sumir urðu nánast óþekkjanlegir, t.d. Bárðarbunga, Hreimsáskvörn og Hóls- breiða. Kann þetta að skýra hversu lítið veiddist á þessum stöðum. Í lok sumars höfðu 709 laxar komið á land í Langá, sem er töluvert undir meðaltali síð- ustu átta ára. Efri Hvítstaðahylur, Breiðan, Strengir, Stórhólakvörn og Hreimsásbreiða voru gjöfulustu veiðistaðirnir árið 2023. Haugur, Silver Sheep og Sunray Shadow gáfu flesta fiska. Sumarið 2023 varð sú breyting í Langá að efsta svæðið svokallaða rann í fyrsta sinn undir merkjum SVFR. Þetta er fjögurra kílómetra langt veiðisvæði frá útfallinu úr Langárvatni niður að Ármótum, sem geymir bæði lax og stóra bleikju. Hafa landeigendur nýtt þetta svæði í eigin þágu þar til nú. Seldir voru stakir dagar frá 1. ágúst og komust færri að en vildu. Langá er eitt af mikilvægustu ársvæðum SVFR. Stangardagarnir eru ríflega 1.100 talsins og fjárhagsleg skuldbinding félags- ins í takt við það. Því er nauðsynlegt að ástand árinnar sé eins gott og frekast er unnt og full ástæða er til að skoða betur möguleika á seiðasleppingum í ána. Þá er brýnt að bæta áfram aðstöðu veiðimanna, dytta að veiðihúsinu og efla þjónustuna. Síðasta vetur var eldhúsið endurnýjað og nú vinnur veiðifélag árinnar að stækkun veiðihússins. Það verður spennandi að sjá nýju viðbygginguna þegar líður að sumri. Miðá Mikið vatn var í Miðá í Dölum við opnun árinnar og frábær stemning. Bæði bleikjan og laxinn voru mætt og opnunarhollið gerði góða veiði. Þótt aðeins séu tvö veiði- sumur liðin frá því að SVFR samdi um veiðirétt í Miðá hafa félagsmenn tekið ástfóstri við ána, enda er vatnasvæðið skemmtilegt og veiðihúsið gott. Miðá getur verið viðkvæm í miklum þurrkum en þrátt fyrir það var júlímán- uður með besta móti. Vatnsleysi hafði veruleg áhrif á veiðina í ágúst en með rigningu í september varð lokasprettur- inn góður. Þannig var vikuveiðin mest 18.–24. september, sem gjarnan er frábær tími í ánni. Alls veiddust 144 laxar í Miðá sumarið 2023, sem var 10 löxum meira en árinu áður. Þá komu 192 sjóbleikjur á Ár Fjöldi laxa 2023 709 2022 1077 2021 832 2020 1086 2019 659 2018 1635 2017 1701 2016 1433 Laxveiði í Langá Veiðimaðurinn 91

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.