Veiðimaðurinn - 2024, Blaðsíða 22
Veiðimaðurinn leitaði til hans og spurði
um horfurnar í sumar.
„Ef ég á að vera spekingslegur get ég sagt
að það eru tvö atriði sem hafa mest áhrif
á laxagengd. Það eru aðstæður í hafi á
fæðuslóð og aðstæður í ánum sjálfum. Þó
virðast skilyrði í hafi hafa sýnu mest áhrif.
Við vitum nokkuð vel út frá merkingum
seiða á Vesturlandi að beitisvæðin eru
afmörkuð suðvestur af landinu. Við skoð-
uðum hitafar þar yfir sumarmánuðina og
tengsl þess við endurkomu úr hafi ári síðar
og það var þá sérstaklega hiti í júlí sem
hafði mest áhrif. Þetta byggist á 30–40 ára
gagnaröð sem styður það. Því hærri hiti,
því betra fyrir seiðin og þá betri endur-
heimt. Í fyrra gekk lax sem hafðist við á
fæðuslóð sumarið 2022 og gekk út það vor
og var hitinn þar þá 10°. Í fyrra var hita-
stigið heilli gráðu hærra, eða 11°, og má
af því leiða að við gætum átt von á betri
laxveiði í ár en í fyrra. Í það minnsta eru
líkur á að á Vesturlandi nálgist laxveiðin
meðaltal. Við værum þá að horfa á eitthvað
14 eða 15 þúsund laxa, sem væri talsvert
betra en veiðin síðustu fimm ár.“
Vongóður um betri veiði
Sigurður bætir við að mikill breytileiki
hafi verið í veiði síðan 2012. Árin 2013 og
2015 voru mjög góð en þá var gott hitastig
sjávar á fæðuslóð. Þessar sveiflur orsakast
meðal annars af hlýnun jarðar.
„Við hækkandi hitastig bráðnar Græn-
landsjökull hraðar og kælir sjóinn sunnan
og vestan við Ísland. Einnig þýðir hlýrri
vetur hér minni snjó og því lakari vatns-
miðlun yfir sumarið eins og 2019 og að
einhverju leyti í fyrra, allavega á Vestur-
landi. Það skal tekið fram að laxinn á
Austurlandi sækir fæðu í Noregshaf og þar
eru önnur lögmál. Ég er fyrst og fremst að
tala um Vestur- og Suðurland og þetta má
yfirfæra á Norðvesturland líka. En skilyrði
í hafi og aðstæður í ánum eru betri en oft
áður og benda til þess að við eigum von
á meiri veiði en í fyrra. Ég bind vonir við
að það raungerist. Það er ekki öruggt en
ég er bjartsýnn á bata.“
Svo mörg voru þau orð og ættu að glæða
von um betri tíð við bakkann í sumar.
Því hærri hiti, því betra fyrir seiðin og þá betri endur-
heimt. Í fyrra gekk lax sem hafðist við á fæðuslóð
sumarið 2022 og gekk út það vor og var hitinn þar
þá 10°. Í fyrra var hitastigið heilli gráðu hærra, eða
11°, og má af því leiða að við gætum átt von á betri
laxveiði í ár en í fyrra.
22 Gætum átt von á betri laxveiði