Veiðimaðurinn - 2024, Síða 22

Veiðimaðurinn - 2024, Síða 22
Veiðimaðurinn leitaði til hans og spurði um horfurnar í sumar. „Ef ég á að vera spekingslegur get ég sagt að það eru tvö atriði sem hafa mest áhrif á laxagengd. Það eru aðstæður í hafi á fæðuslóð og aðstæður í ánum sjálfum. Þó virðast skilyrði í hafi hafa sýnu mest áhrif. Við vitum nokkuð vel út frá merkingum seiða á Vesturlandi að beitisvæðin eru afmörkuð suðvestur af landinu. Við skoð- uðum hitafar þar yfir sumarmánuðina og tengsl þess við endurkomu úr hafi ári síðar og það var þá sérstaklega hiti í júlí sem hafði mest áhrif. Þetta byggist á 30–40 ára gagnaröð sem styður það. Því hærri hiti, því betra fyrir seiðin og þá betri endur- heimt. Í fyrra gekk lax sem hafðist við á fæðuslóð sumarið 2022 og gekk út það vor og var hitinn þar þá 10°. Í fyrra var hita- stigið heilli gráðu hærra, eða 11°, og má af því leiða að við gætum átt von á betri laxveiði í ár en í fyrra. Í það minnsta eru líkur á að á Vesturlandi nálgist laxveiðin meðaltal. Við værum þá að horfa á eitthvað 14 eða 15 þúsund laxa, sem væri talsvert betra en veiðin síðustu fimm ár.“ Vongóður um betri veiði Sigurður bætir við að mikill breytileiki hafi verið í veiði síðan 2012. Árin 2013 og 2015 voru mjög góð en þá var gott hitastig sjávar á fæðuslóð. Þessar sveiflur orsakast meðal annars af hlýnun jarðar. „Við hækkandi hitastig bráðnar Græn- landsjökull hraðar og kælir sjóinn sunnan og vestan við Ísland. Einnig þýðir hlýrri vetur hér minni snjó og því lakari vatns- miðlun yfir sumarið eins og 2019 og að einhverju leyti í fyrra, allavega á Vestur- landi. Það skal tekið fram að laxinn á Austurlandi sækir fæðu í Noregshaf og þar eru önnur lögmál. Ég er fyrst og fremst að tala um Vestur- og Suðurland og þetta má yfirfæra á Norðvesturland líka. En skilyrði í hafi og aðstæður í ánum eru betri en oft áður og benda til þess að við eigum von á meiri veiði en í fyrra. Ég bind vonir við að það raungerist. Það er ekki öruggt en ég er bjartsýnn á bata.“ Svo mörg voru þau orð og ættu að glæða von um betri tíð við bakkann í sumar. Því hærri hiti, því betra fyrir seiðin og þá betri endur- heimt. Í fyrra gekk lax sem hafðist við á fæðuslóð sumarið 2022 og gekk út það vor og var hitinn þar þá 10°. Í fyrra var hitastigið heilli gráðu hærra, eða 11°, og má af því leiða að við gætum átt von á betri laxveiði í ár en í fyrra. 22 Gætum átt von á betri laxveiði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.