Veiðimaðurinn - 2024, Page 12

Veiðimaðurinn - 2024, Page 12
Nú geta fleiri sofið einir í Langárbyrgi „Það er alltaf að aukast að menn vilja jafnvel ekki deila herbergi. Nú hafa við- komandi þann valkost að uppfæra og fara í einkaherbergi gegn því að greiða aukaþóknun,“ segir Ingimundur Bergs- son, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, um notagildi nýrrar viðbygg- ingar við veiðihúsið Langárbyrgi í Langá. Í nýju álmunni eru sex svefnherbergi fyrir veiðimenn á efri hæð og geymsla og þrjú til fjögur herbergi á neðri hæð ætluð staðarhaldaranum og öðru starfsfólki í veiðihúsinu. Sofa ekki hjá ókunnugum Tímarnir eru að sögn Ingimundar að breytast að því leyti að veiðimenn hafa æ meiri væntingar um þægindi og aðbúnað í veiðihúsum. „Kröfurnar verða alltaf meiri og meiri varðandi húsakost. Í hjónahollum eru hjón saman í herbergi en oft er það þannig, til dæmis þegar fyrirtæki eru að bjóða í veiði, að mönnum sem þekkjast ekki finnst óþægilegt að deila herbergi,“ útskýrir Ingi- mundur. Menn hvílist líka betur þannig og séu upplagðari fyrir það sem allt snýst um; veiðina sjálfa. „Það er betra að þeir sem hrjóta mikið geti verið sér á báti,“ bendir hann á. Hingað til hafa verið tólf herbergi fyrir veiðimenn í Langá en nú verða þau átján. Áfram halda umbætur í veiðihúsinu Langárbyrgi við Langá. Sex svefnherbergi í nýrri viðbyggingu þýða að betur er hægt að mæta vaxandi kröfum veiðimanna um einstaklingsherbergi, að sögn Ingimundar Bergs- sonar, framkvæmdastjóra SVFR. Eɷir Garðar Örn Úlfarsson 12 Nú geta fleiri sofið einir í Langárbyrgi

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.