Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 30

Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 30
Spegill veraldarherrans hár, himinn og sjórinn blái, og grund, sem lætur gleðitár glitra á blómgu strái: minntu oss æ á ljósa leið lofðungsins heims, og dýrðarskeið, enn þótt það enginn sjái. (34) Þó Benedikt Gröndal sé vissulega ekkert trúarskáld, er lífssýn hans að mestu leyti þristileg. Þannig er tilgangur margra náttúru- kvæða hans að vitna um eða minna okkur á þá helgisögu sem kristnum mönnum ber að skoða líf sitt í ljósi. Á þessum forsendum meðal annarra gátu rómantíkerar haldið því fram að ídealisminn væri engin flóttaleið frá veruleikanum, heldur aðferð til að gefa heim- inum merkingu, skapa heild út úr reynslu einstaklingsins og koma að nýju á tengslum milli manns og heims og heims og guðs. Þannig segir Gröndal í hinum fræga fvrirlestri sínum um skáldskap árið 1888. Sú idealistiska lífsskoðun fjarlægir oss ekki frá lífinu, eða verulegleikanum, heldur eru Idealistarnir þvert á móti sannir veruleg- leikans menn, þeir eru altaf önnum kafn- ir í að gera Idealið -að__verulegleika, eða að-realiser-a -Idealið.18 En eins og frummyndir Platóns voru fyr- - irbæri sem útilokað var að höndla, eins fæst löngunin eftir hinu ídeala aldrei uppfyllt vegna fullkomleika þess. Þar af leiðandi er líf ídealistans sífellt ferðalag eða leit að tak- markinu. Um þessa endalausu leit fjallar Gröndal í kvæðinu Hugfró. Hugfró er að sumu leyti nokkuð skylt kvæði Steingríms Efi sem um var rætt hér að framan. En and- stætt Steingrími sér Gröndal vissa lausn í listinni. Hugfró hafði þannig upphaflega und- irtitilinn ,,Um hvíld andans í listum". I byrjun kvæðisins segir skáldið af ferð sinni frá jörðinni sem honum finnst of lítil fyrir sig og út í geiminn til hinna fjarlægu stjarna. Hann leitar þar svara við spurningum um líf- ið og tilveru mannsins til að fróa huga sín- um. En sama hvert hann fer þá veitist hon- um ekkert svar og engin hvíld, ,,alveldið þegir*‘. Og þó margt trufli á jörðinni kemst skáldið að því að þar sé hann allt eins nærri guði. En hvergi nema á list er heimsins ró, því hún er spegill drottins, öllum stærri — þar leiddi drottinn engilfagran unað úr öflum smám, sem fáa hefur grunað. (230) Þannig aðhyllist Gröndal þá skoðun að listamaðurinn sé tengiliður guðs og manna; keppikefli listamannsins er hið fagra eða með platónsku orðalagi andlegur getnaður í hinu fagra. Og af því að getnaðurinn er ævarandi þá er hann ódauðlegur. Listin er þannig að- ferð til að ómerkja dauðann, sbr. orð Hóra- tíusar: ,,Ég dey ekki allur. Ég reisti mér bautastein sem er óbrotgjarnari en eir“. Þó að allt farist stendur kvæðið eilífiega, ,,því orðið má ei deyja, æ það lifir“ (Hugfró, 236). Og í hinu eilífa eru allar mótsagnir upphafn- ar, þar ríkir ró og friður. En listin og þá sérstaklega ljóðið brúar ekki einungis bilið milli þess stundlega og þess eilífa, hún er einnig framsókn til auk- innar þekkingar, hún safnar saman sundr- uðum brotu.m tilverunnar og skapar heild, n.k. heim út af fyrir sig. Og með því að skoða og skilgreina hina jarðnesku hluti tekst lista- manninum að komast nær eðli þeirra, skoða þá eins og þeir birtast í hreinu formi. Eins stígum vér af myrkum moldar beð frá minnsta hlut, sem augað fær ei séð, í gegnum list að ljóssins vizkusal, þar lifir sá. er allt í engu fal. (231) Fagurfræði Gröndals er þannig nátengd því hugmyndakerfi sem hann aðhyllist. List- in á að hafa annan og meiri tilgang en þann 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.