Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 51

Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 51
Andstæður Andstæður og samstæður eru mjög veiga- miklar í þessum sálmi. Það er strax í fyrsta erindi útleggingarinnar sem andstæður eru dregnar upp: Stríðsmenn ♦-------♦ Drottinn brjóta ♦-----------♦ varðveitir Samstæðupörin fjögur eru í senn andstæður. 4 Þar er sama hugsunin skýrð út bæði hlut- lægt, þ.e. með tilvísun í sögu eða orðna at- burði (yfirnáttúrulega) og síðan huglægt, þ.e. með túlkun á blóði Krists og líkama. I sjöunda erindi eru dregnar upp andstæðurnar, líkam- leg og trúarleg sjón Þessar einföldu andstæð- ur tengjast samstæðupörunum að því leyti að síðari hluti samræðnanna, huglægi hlutinn skýrist ekki nema maður hafi trúarlega sjón. I 13. og 14. erindi koma fyrir skýrar and- stæður til að draga fram dýrð guðs og yndis- leik: i, hryggðarmyrkur ♦------------♦ sólarljómi hryggðarmyrkur ♦--------♦ ástar birta guðs Þannig verður frelsunin miklu áhrifameiri. Sama aðferð kemur fram í 18. erindi þar sem Hallgrímur segir hjartað sitt vera saurgað og biður um hreinsun með blóði Krists. I 19. erindi beitir hann þeirri aðferð sem einkennir sálminn, að stilla hlutlægu gegn huglægu. Endurtekningar I þessum sálmi er mikið um endurtekning- ar, bæði í orðalagi og efni. Meginstefin sem ganga í gegnum allan sálminn eru marg- endurtekin og birtast í margskonar myndum. I 8.—10. erindi klifar skáldið á sárum og blóði Krists og virðist tilgangurinn vera að legaia áherslu á fórn Krists og óeigingirni. Endurtekningar á orðalagi eru líka innan samstæðunaranna eins og áður hefur komið fram. Með því að nota sömu orð, jafnvel í samsvarandi línum í báðum erindunum, teng- ir hann þau enn betur saman þannig að ekki er hægt að rjúfa þau úr samhengi hvort við annað. I sautjánda erindi notar hann sama rím- orðið, ég, þrisvar sinnum (epifora). Formleg atriði 48. sálmur er undir sálmahætti. Bragar- hátturinn er 6 vísuorð og víxlast kvenrím og karlrím, ababab. Tíðanotkun er dálítið öðruvísi í þessum sámi en hinum tveimur, það er ekki eins ein- dregin hreyfing frá þátíð til nútíðar. Sálm- urinn byrjar að vísu í þátíð og endar í nútíð, en eðli sálmsins, þ.e. samlíkingarpörin, felur í sér að þátíð er skotið inn í þegar líkingin er sótt aftur í fortíðina. Notkun persónufornafnanna verður ekki almenn fyrr en í þremur síðustu versunum. Þá er Hallgrímur horfinn frá útleggingunni og er orðinn persónulegur og bænheitur, sbr. rímið í 17. erindi. I fjórum af sex rímþrennd- um í síðustu þemur erindunum eru persónu- fornöfn rímorðin. Það er aðeins í þessum er- indum sem persónufornöfn eru rímorð, einu fornöfnin sem hann notar áður eru eignar- fornöfn, t.d. Jesú minn. Erindin tengjast vel saman eins og áður hefur komið fram og er uppsetning þeirra mjög markviss: Texti Útl. Millik. Ötl. Bæn - samtvinnun ______________________________ 1-3 4 3-6-7 -8-9-10 11-17 18 -19 __-ífe-___________ Heild I þessum sálmi færist friður og ró yfir í lokin. Myrkur og fordæðuskapur hermann- anna leysist upp í himneska ró. Til þess að allt þetta góða gæti orðið þurfti vonsku og pretti mannanna. Þannig virðist hið illa hafa veitt hinu góða brautargengi án þess að vita það sjálft. i- 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.